Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
19

Vantaði herslumuninn á móti Lúxemborg

30.05.2019

Karlalandslið Íslands í blaki mætti Lúxemborg í dag á Smáþjóðaleikunum. Fyrir leikinn hafði íslenska liðið tapað tveimur leikjum á móti Svartfjallalandi 3:1 og San Marínó 3:0. Lúxemborg vann Mónakó 3:1 og tapaði fyrir Svartfjallalandi 3:0.

Fyrsta hrina fór jafnt af stað og liðin skiptust á stigum. Þegar Lúxemborg var komið 13:11 yfir, tók íslenska liðið leikhlé. Íslenska liðið náði ekki að vinna upp forskotið á meðan Lúxemborg gaf í og kláraði hrinuna 25:16.

Önnur hrina fór svipað af stað og sú fyrsta, þangað til Lúxemborg fór hægt og bítandi að síga fram úr. Strákarnir okkur hleyptu þeim þó aldrei of langt frá sér og jöfnuðu 13:13 og komust svo yfir. Þeir héldu forskotinu og í stöðunni 20:17 tók Lúxemborg leikhlé. Íslensku strákarnir héldu forystunni og unnu hrinuna 26:24. Sama var upp á teningnum í 3. og 4. hrinu þegar að liðin byrjuðu mjög jöfn, en um miðja hrinu gaf Lúxemborg í og vann báðar hrinurnar 25:17.

Stigahæstir í liðinu voru Alexander Arnar Þórisson með 14 stig og Theódór Óskar Þorvaldsson með 12 stig.

Liðið mætir Mónakó á morgun kl.16:00 (14:00 ísl).

Á myndunum má annars vegar sjá Alexander Arnar í sókn (nr. 9) og hins vegar Ísland í blokk.

 

Myndir með frétt