Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Ásgeir sigurvegari í loftbyssu

30.05.2019

Keppendur í loftskammbyssu hófu keppni í dag, þau Ásgeir Sigurgeirsson, Jórunn Harðardóttir og Ívar Ragnarsson. Íslensku karlarnir komust áfram úr undankeppninni í loftskammbyssu og þar með í 8 manna úrslit. Ásgeir Sigurgeirsson varð annar inn í úrslit með 576 stig og Ívar Ragnarsson þriðji með 561 stig, sem er glæsilegur árangur hjá íslensku strákunum.

Úrslitin fóru svo fram kl. 11:30 að íslenskum tíma. Ásgeir hélt áfram langri sigurgöngu sinni í loftskammbyssu og sigraði með 234.9 stig eftir jafna og harða keppni við Boris Jeremenko frá Mónakó, sem réðst ekki fyrr en í síðasta skotinu. Ásgeir náði þá mjög góðu skoti en Jeremenko ekki. Ívar Ragnarsson varð í fimmta sæti með 169.8 stig.

Myndirnar sem fylgja fréttinni voru teknar í íþróttamannvirki skotíþróttakeppninnar í dag og við verðlaunaafhendingu sem fór fram í leikaþorpinu í kvöld.

Jórunn Harðardóttir tók þátt í loftskammbyssu kvenna. Hún endaði í 9. sæti með 539 stig og komst ekki í úrslit.

Nánar á vefsíðu leikanna.

Myndir með frétt