Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

03.05.2019

Heiðursveitingar á 74. Íþróttaþingi ÍSÍ

Heiðursveitingar á 74. Íþróttaþingi ÍSÍÍþróttaþing ÍSÍ kaus fjóra einstaklinga Heiðursfélaga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir frábær störf í forystu íslenskrar íþróttahreyfingar. Það voru Ari Bergmann Einarsson, Guðmundur Kr. Jónsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Kolbeinn Pálsson. Öll hafa þau skilað framúrskarandi starfi í þágu íþrótta og hafa þau öll hlotið Heiðurskross ÍSÍ, æðstu heiðursviðurkenningu ÍSÍ. Þann heiður hlutu þau á 100 ára afmælishátíð ÍSÍ í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2012 og því var vel við hæfi að þau hafi öll saman hlotið þessa heiðursnafnbót í dag. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, afhentu viðurkenningarnar.
Nánar ...
03.05.2019

74. Íþróttaþing ÍSÍ hefst í dag

74. Íþróttaþing ÍSÍ hefst í dag74. Íþróttaþing ÍSÍ hefst í dag kl. 15:00 í Gullhömrum í Reykjavík og því lýkur seinnipartinn á morgun. Íþróttaþing ÍSÍ er æðsti vettvangur íslenskrar íþróttahreyfingar. ​Fyrirkomulag þingsins má sjá hér.
Nánar ...
02.05.2019

Ný stefnumótun í íþróttamálum

Ný stefnumótun í íþróttamálumNý stefnumótun í íþróttamálum var kynnt í dag en hún var unnin í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytisins og íþróttanefndar ríkisins. Virk þátttaka og aðgengi allra að íþróttastarfi eru áframhaldandi leiðarstef í íþróttastefnu stjórnvalda en í nýju stefnunni er einnig lögð sérstök áhersla á nánara samstarf innan íþróttahreyfingarinnar, þátttöku ungmenna með annað móðurmál en íslensku og jafnrétti.
Nánar ...