Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
1

14.09.2020

Nýtt íþróttahús vígt á Egilsstöðum

Nýtt íþróttahús vígt á EgilsstöðumLaugardaginn 12. september var haldin formleg vígsla á nýrri viðbyggingu sem Íþróttafélagið Höttur sá um að byggja í samstarfi við Fljótsdalshérað. Í nýbyggingunni er 1000 fermetra salur, útbúinn fyrir fimleikaiðkun ásamt fjórum hlaupabrautum og stökkgryfju fyrir frjálsíþróttir.
Nánar ...
14.09.2020

Dagur í lífi badmintonkonu

Dagur í lífi badmintonkonuArna Karen Jóhannsdóttir, landsliðskona í badminton, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ á morgun, þriðjudag. Arna Karen hefur verið ein af okkar fremsta badmintonfólki síðustu ár þar sem hún hefur spilað lykilhlutverk í bæði unglinga- og fullorðinslandsliðum Íslands. Síðustu tvö ár hefur hún spilað í Danmörku og vann nýlega það afrek að vera valin badmintonkona ársins hjá klúbbnum sínum, Ikast FS. Nú er Arna Karen að byrja sitt þriðja tímabil í Danmörku, auk þess sem hún var að hefja nám í íþróttafræði við háskólann í Árósum.
Nánar ...
13.09.2020

Íþróttavika Evrópu hefst 23. september

Íþróttavika Evrópu hefst 23. septemberÍþróttavika Evrópu fer fram 23. – 30. september næstkomandi í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir verkefninu hér á landi en markmiðið er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og er sérstök áhersla lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
11.09.2020

Göngum í skólann 2020

Göngum í skólann 2020Göngum í skólann fer fram um allt land þessa dagana. ÍSÍ hvetur starfsfólk skóla, foreldra og nemendur til að tileinka sér virkan ferðamáta til og frá skóla strax í upphafi skólaárs. Skráning í Göngum í skólann er í fullum gangi en nú þegar hafa 73 skólar skráð sig til þátttöku í verkefninu. Hægt er að skrá skólann til þátttöku hér á vefsíðu verkefnisins þar til 7. október sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn.
Nánar ...
11.09.2020

Vilt þú verða þjálfari?

Vilt þú verða þjálfari?Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 21. september nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nánar ...
10.09.2020

Sigmundur Hermundsson heiðraður

Sigmundur Hermundsson heiðraðurLárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, sæmdi í gær Sigmund Hermundsson Gullmerki ÍSÍ, samkvæmt ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ, fyrir góð störf í þágu íþrótta á Íslandi. Afhending viðurkenningarinnar fór fram á heimili Sigmundar í Garðabæ.
Nánar ...
09.09.2020

Niðurgreiðsla á innanlandsflugi fyrir íbúa á landsbyggðinni

Niðurgreiðsla á innanlandsflugi fyrir íbúa á landsbyggðinni„ÍSÍ fagnar því að niðurgreiðslur á innanlandsflugi fyrir fólk af landsbyggðinni séu loksins í höfn. Ferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar og kostnaður heimilanna á landsbyggðinni í tengslum við þátttöku í íþróttum er afar íþyngjandi og þetta er stórt skref í rétta átt til meiri jöfnuðar hvað þetta varðar. Þær niðurgreiðslur sem Loftbrú veitir, ásamt framlagi ríkisins í Ferðasjóð íþróttafélaga og afsláttarkjörum sem Air Iceland Connect býður íþróttahreyfingunni, er mikilvægur stuðningur við þátttöku landsbyggðarinnar í íþróttastarfinu. Það er einnig mikilvægt að tekið er tillit til námsfólks og barna sem eiga tvö heimili.“ sagði Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ í dag þegar fréttir um lægri innanlandsfargjöld til íbúa á landsbyggðinni bárust í hús.
Nánar ...
09.09.2020

Uppbygging á svæði Íþróttafélags Reykjavíkur

Uppbygging á svæði Íþróttafélags ReykjavíkurLaugardaginn 5. september sl. var knatthús með frjálsíþróttaaðstöðu tekið í notkun í Mjóddinni, á starfssvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Við það tækifæri tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ingigerður H. Guðmundsdóttir formaður ÍR fyrstu skóflustunguna að öðru íþróttahúsi, suðaustan við knatthúsið.
Nánar ...
09.09.2020

Ársþing UÍA haldið í gegnum fjarfundabúnað

Ársþing UÍA haldið í gegnum fjarfundabúnaðUngmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) hélt 70. sambandsþing sitt 27. ágúst sl. Þingið, sem átti upprunalega að fara fram á Seyðisfirði, fór fram í gegnum fjarfundabúnað í ljósi aðstæðna vegna Covid-19.
Nánar ...
09.09.2020

Dagur í lífi skylmingamanns

Dagur í lífi skylmingamannsAndri Nikolaysson Mateev, margfaldur Íslandsmeistari í skylmingum og lykilmaður í landsliði Íslands, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ í dag. Hann vann það einstaka afrek á síðasta ári að verða Norðurlandameistari og Íslandsmeistari í karlaflokki, í liðakeppni og í flokki 20 ára og yngri. Hann hefur unnið öll mót sem haldin hafa verið á Íslandi síðastliðin ár ásamt því að ná 8. sæti á Viking Cup 2018, sterku heimsbikarmóti sem haldið var á Íslandi. Nú einbeitir hann sér að aðalmarkmiði sínu sem er að keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári.
Nánar ...