Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Ársþing UÍA haldið í gegnum fjarfundabúnað

09.09.2020

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) hélt 70. sambandsþing sitt 27. ágúst sl.  Þingið, sem átti upprunalega að fara fram á Seyðisfirði, fór fram í gegnum fjarfundabúnað í ljósi aðstæðna vegna Covid-19. Er þetta í fyrsta sinn sem sambandsaðili ÍSÍ heldur ársþing í gegnum fjarfundabúnað en undirbúningur og skipulag slíks fyrirkomulags á þingi er ekki með öllu hefðbundinn. Sérstaklega þarf að huga að fyrirkomulagi skriflegra kosninga, ef til þeirra kemur, og geta brugðist hratt og örugglega við öllum mögulegum aðstæðum. Ekki reyndi á þennan þátt á þingi UÍA þar sem ekki kom til slíkrar atkvæðagreiðslu. Þingið gekk hnökralaust fyrir sig og ljóst að hægt er að leysa flest verkefni ársþinga sambandsaðila af hendi með góðum tæknibúnaði og fyrirhyggju.

Tæplega 30 þingfulltrúar sátu þingið og voru þeir staðsettir bæði á Austurlandi og í Reykjavík. Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, var þingforseti. Gunnar Gunnarsson var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn eru Benedikt Jónsson, Ester S. Sigurðardóttir, Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir og Þórunn María Þorgrímsdóttir. Varamenn eru Elsa Sigrún Elísdóttir, Vigdís Diljá Óskarsdóttir og Þórir Steinn Valgeirsson. Þær Auður Vala Gunnarsdóttir og Pálína Margeirsdóttir gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn og var þeim þökkuð stjórnarsetan.

Íþróttamaður ársins 2019 hjá UÍA var útnefndur Daði Þór Jóhannsson, frjálsíþróttamaður úr Umf. Leikni á Fáskrúðsfirði. Hvatningarverðlaun UÍA, Hermannsbikarinn,var afhentur Umf. Þristi fyrir útivistarnámskeið en bikarinn skal veita einstaklingi, deild eða félagi innan UÍA sem staðið hefur fyrir nýsköpun eða uppbyggingu í starfi. 

Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sat þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Fyrirhugað er halda ársþing sambandsins árið 2021 á Seyðisfirði.

Myndin sem fylgir fréttinni er af nýendurkjörnum formanni UÍA, Gunnari Gunnarssyni.