Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Íþróttavika Evrópu hefst 23. september

13.09.2020

Íþróttavika Evrópu fer fram 23. – 30. september næstkomandi í yfir 30 Evrópulöndum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir verkefninu hér á landi en markmiðið er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi og er sérstök áhersla lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands óskar eftir því að allir sambandsaðilar ÍSÍ sem hafa áhuga á að tengjast eða taka þátt í íþróttavikunni með viðburðum eða kynningarstarfsemi um að hafa samband varðandi samstarf. Verkefnin þurfa ekki að vera ný heldur má einnig tengja við Íþróttavikuna verkefni sem nú þegar hafa verið skipulögð. Til dæmis er hægt að bjóða upp á opnar æfingar í vikunni en möguleikarnir eru endalausir og í raun eiga öll verkefni sem stuðla að aukinni hreyfingu heima í Íþróttaviku Evrópu.

Þeir sem hafa áhuga á að tengjast verkefninu og deila því sem þeir ætla að gera í tilefni af Íþróttaviku Evrópu eru beðnir um að hafa samband á beactive@isi.is. Það er hægt að auglýsa viðburði á www.beactive.is og hér á Facebook síðu BeActive á Íslandi