Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

23.01.2014

Góð þátttaka á afreksráðstefnunni

Góð þátttaka á afreksráðstefnunniSeinni dagur afreksíþróttaráðstefnunnar var í gær en mikill fjöldi sótti ráðstefnuna báða dagana eða samtals um 200 manns úr mörgum íþróttagreinum. Í fyrsta skipti var ráðstefnunni skipt á tvo daga og voru fyrirlesarar bæði innlendir og erlendir.
Nánar ...
22.01.2014

Sundfélagið Ægir Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Sundfélagið Ægir Fyrirmyndarfélag ÍSÍSundfélagið Ægir fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ sunnudaginn 19. janúar síðastliðinn. Viðurkenningin var afhent á sundmótinu á Reykjavíkurleikunum og var það Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti Gústaf Adolf Hjaltasyni formanni Ægis viðurkenninguna. Þetta er í annað sinn sem félagið endurnýjar viðurkenningu sína sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Á myndinni eru þau Sigríður og Gústaf.
Nánar ...
21.01.2014

Breyting á dagskrá afreksíþróttaráðstefnunnar 22. janúar

Vegna mikils áhuga á leik Íslands og Danmerkur á EM í handbolta hefur dagskrá afreksíþróttaráðstefnunnar á morgun verið breytt og hefst hún klukkan 16:30 í stað 17:00. Þá hefur niðurröðun fyrirlestra einnig breyst. Vonum við að breytingarnar komi ekki að sök og mælist vel fyrir.
Nánar ...
17.01.2014

500 dagar til stefnu

500 dagar til stefnuÍ dag, föstudaginn 17. janúar, eru 500 dagar þar til 16. Smáþjóðaleikarnir verða settir í Laugardalnum í Reykjavík. Í tilefni dagsins hefur fyrsta fréttabréf leikanna nú litið dagsins ljós en innihald þess er fyrst og fremst til upplýsinga fyrir þátttökuþjóðirnar átta og því er það á ensku.
Nánar ...
16.01.2014

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir

Það verður líf og fjör dagana 17.-26. janúar hér í borginni þegar Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í sjöunda sinn. Íþróttabandalag Reykjavíkur, í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík, standa að leikunum.
Nánar ...
15.01.2014

Vorfjarnám 1. 2. og 3. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ

Vorfjarnám þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst í febrúar eins og ungdanfarin ár. Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 17. febrúar og nám á 2. og 3. stigi hefst mánudaginn 24. febrúar. Sérstök athygli er vakin á því að nám á 3. stigi er nú í fyrsta sinn í boði hjá ÍSÍ. Fjölmargir þjálfarar hafa útskrifast af 2. stigi undanfarin og hafa því möguleika nú á að halda áfram námi og auka við réttindi sín.
Nánar ...
14.01.2014

Lífshlaupið

Nú er hægt að skrá sig til leiks í vinnustaða- og grunnskólakeppni Lífshlaupsins. Lífshlaupið hefst miðvikudaginn 5. febrúar. Hægt verður að skrá sig til leiks allt þar til keppninni lýkur. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar er hægt að nálgast hér eða á lifshlaupid.is Hægt að skrá sig í einstaklingskeppnina hvenær sem er og halda utan um sína hreyfingu á vef Lífshlaupsins allt árið. Nýtt Lífshlaupsár hefst 5. febrúar 2014 og stendur til 3. febrúar 2015.
Nánar ...
09.01.2014

Ferðasjóður íþróttafélaga

Nú fer að styttast í að frestur til að skila inn umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga renni út. Hægt verður að skila umsóknum til miðnættis á morgun, 10. janúar 2014. Ekki verður tekið við umsóknum eftir þann tíma.
Nánar ...