Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Fræðslufundur með fulltrúum sérsambanda

23.01.2014

Fyrir skemmstu stóð Lyfjaeftirlit ÍSÍ fyrir fræðslufundi um málaflokkinn fyrir sérsambönd og íþróttanefndir. Meðal þess helsta sem fjallað var um er nýr bannlisti WADA sem tók gildi þann 1. janúar sl. og gildir út árið. Jafnframt var sagt frá helstu breytingum sem verða með nýjum Alþjóða lyfjareglum sem taka gildi 1. janúar 2015.

Einnig var sagt frá starfsemi lyfjaeftirlitsins undangengið ár og helstu atriði sem hafa þarf í huga gagnvart málaflokknum við skipulagningu viðburða og keppnisferða á vegum sérsambanda. Á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá Skúla Skúlason flytja erindi og svo mynd af fulltrúum sérsambanda/íþróttanefnda.