Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Afreksíþróttaráðstefna í tengslum við RIG

10.01.2014Dagana 20. og 22. janúar fer fram afreksíþróttaráðstefna í tengslum við RIG (Reykjavík International Games) í samvinnu ÍSÍ, ÍBR og HR. Á ráðstefnunni verða fluttir margir áhugaverðir fyrirlestrar bæði frá íslenskum og erlendum fyrirlesurum. Hægt er að skrá sig á annan hvorn daginn eða báða dagana og er þá veittur góður afsláttur af ráðstefnugjaldinu, sem er 3.500 kr. fyrir annan daginn en 5.000 kr. fyrir báða dagana og er léttur kvöldverður innifalinn í ráðstefnugjaldinu. Skráning fer fram á skraning@isi.is. Dagskrá ráðstefnunnar og nánari upplýsingar má finna hér.