Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

04.02.2014

Opnunarhátíð Lífshlaupsins

Opnunarhátíð Lífshlaupsins verður haldin í samkomusal Hraunvallaskóla í Hafnarfirði á morgun, miðvikudaginn 5. febrúar klukkan 10:00. Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Geir Gunnlaugsson, landlæknir, Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, skólastjóri Hraunvallaskóla, Magnús Ragnarsson, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, Áslaug Einarsdóttir frá velferðarráðuneytinu og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar flytja stutt ávörp og taka síðan þátt í léttri og skemmtilegri þraut, ásamt nemendum úr Hraunvallaskóla, sem Andrés Guðmundsson hjá Skólahreysti stjórnar. Einnig munu nemendur skólans sjá um skemmtiatriði.
Nánar ...
04.02.2014

Sochi 2014 – Breyting á íslenska hópnum

Sochi 2014 – Breyting á íslenska hópnumMaría Guðmundsdóttir keppandi í alpagreinum skíðaíþrótta slasaðist á móti í Þýskalandi í gær. Ljóst er að hún mun ekki geta keppt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi sem hefjast þann 7. febrúar nk. og hefur Skíðasamband Íslands (SKÍ) óskað formlega eftir því við ÍSÍ að varamaður keppi í hennar stað.
Nánar ...
01.02.2014

Vetrarólympíuleikar – Sochi 2014

Vetrarólympíuleikar – Sochi 2014Nú styttist í að XXII Vetrarólympíuleikarnir verða settir í Sochi í Rússlandi, en þeir verða settir þann 7. febrúar nk. Andri Stefánsson, aðalfararstjóri íslenska hópsins, er kominn til Sochi og byrjaður að undirbúa vistarverur íslenska hópsins.
Nánar ...
30.01.2014

Sunddeild Breiðabliks Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Sunddeild Breiðabliks Fyrirmyndardeild ÍSÍSunddeild Breiðabliks fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ á uppskeruhátíð deildarinnar miðvikudaginn 29. janúar síðastliðinn. Sunddeildin fékk fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndardeild árið 2003 og er þetta önnur endurnýjunin sem deildin fær. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og jafnframt formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti formanni sunddeildarinnar Maríu Fanndal Birkisdóttur viðurkenninguna. Á myndinni eru þær María Fanndal og Sigríður.
Nánar ...
30.01.2014

Opnað hefur verið fyrir starfsskýrsluskil

Opnað hefur verið fyrir árleg starfskýrsluskil. Eins og undanfarin ár er þetta gert í gegnum Felixkerfið og skulu allir sambandsaðilar, íþróttafélög, íþróttahéruð og sérsambönd skila skýrslu inn eigi síðar en 15. apríl.
Nánar ...
28.01.2014

Fjarnám í þjálfaramenntun - skráning í gangi!

Fjarnám í þjálfaramenntun - skráning í gangi!Fjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun hefst í febrúar og er skráning í fullum gangi. Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar íþróttahreyfingarinnar og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Meðal efnis er kennslufræði íþrótta, íþróttasálfræði, íþróttameiðsl, skipulag íþróttaþjálfunar, næringarfræði íþrótta, uppbygging líkamans, prófun á þoli, styrk, hraða o.fl. Fjarnám 1. stigs hefst mánudaginn 17. febrúar og fjarnám 2. og 3. stigs hefst 24. febrúar. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000.
Nánar ...
27.01.2014

Hjólað í vinnuna vefurinn í úrslitum

Hjólað í vinnuna vefurinn er tilnefndur til Íslensku Vefverðlaunanna í flokknum besti non-profit vefurinn ásamt fjórum öðrum verkefnum. Íslensku Vefverðlaunin eru veitt af SVEF Samtökum Vefiðnaðarins og eru verðlaunin veitt þeim íslensku vefverkefnum sem hafa þótt skara framúr á árinu. Sjö manna dómnefnd skipuð sérfræðingum í vefmálum hefur unnið úr þeim rétt um 150 verkefnum sem tilnefnd voru að þessu sinni. Úrslit verða tilkynnt á verðlaunahátíð sem verður haldin í Gamla bíói föstudaginn 31. janúar kl. 17.00. Nánari upplýsingar um Íslensku Vefverðlaunin er að finna hér. Hjólað í vinnuna er heilsu- og hvatningarverkefni á vegum ÍSÍ en vefurinn er unnin í samstarfi við Advania.
Nánar ...
24.01.2014

Úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2014

Úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2014Tilkynnt var um úthlutun úr Afrekssjóði fyrir árið 2014 í dag. Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 96 milljónum króna. Alls sóttu 26 sérsambönd um styrki úr sjóðnum. Hljóta þau öll styrk að þessu sinni vegna 37 landsliðsverkefna, 19 liða og vegna verkefna 38 einstaklinga. Sótt var um styrki til sjóðsins vegna verkefna 92 einstaklinga að þessu sinni og er aðeins hluti þeirra verkefna styrktur sérstaklega.
Nánar ...
24.01.2014

Þjálfaramenntun 3. stigs ÍSÍ - NÝTT

ÍSÍ býður nú upp á þjálfaramenntun á 3. stigi almenns hluta sem gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. 3. stig er sjálfstætt framhald 1. og 2. stigs og verður kennt í fjarnámi eins og hin fyrri stig. Fjarnámið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakan afar góð. Fjölmargir þjálfarar hafa útskrifast með 2. stig undanfarin ár og hafa nú möguleika á að bæta enn frekar við þekkingu sína og réttindi. Sérgreinahluta námsins sækja þjálfarar til sérsambanda ÍSÍ. Það nám er í flestum tilfellum ekki í fjarnámi enda eðlilega um verklega þætti þar að ræða ásamt bóklegum hluta. Fjarnám 3. stigs hefst mánudaginn 24. febrúar næstkomandi ásamt 2. stigi sem hefst þann sama dag. Fjarnám 1. stigs hefst viku fyrr, mánudaginn 17. febrúar.
Nánar ...
24.01.2014

Taekwondodeild Keflavíkur Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Taekwondodeild Keflavíkur Fyrirmyndardeild ÍSÍTaekwondodeild Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ á aðalfundi deildarinnar 23. janúar síðastliðinn. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti fráfarandi formanni TKD deildarinnar Mikael Þór Halldórssyni viðurkenninguna. Nýr formaður deildarinnar er Sigurbjörg Jónasdóttir. Á myndinni eru þau Mikael og Sigríður.
Nánar ...
23.01.2014

Ólympíuhópurinn í Sochi

Nú fyrir stundu var tilkynnt hverjir verða þátttakendur Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Sochi 7.-23. febrúar næstkomandi. Það var gert í móttöku í sendiráði Rússlands í Reykjavík.
Nánar ...