Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

24

Fundur heiðursnefndar Smáþjóðaleika og fjölmennur kynningarfundur

09.01.2014Fyrsti fundur heiðursnefndar Smáþjóðaleika 2015 var í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag.  Heiðursnefnd Smáþjóðaleika skipa mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjóri, forseti ÍSÍ, varaforseti ÍSÍ, gjaldkeri ÍSÍ, ritari ÍSÍ og framkvæmdastjóri ÍSÍ. 

Heiðursnefndin endurspeglar samstarf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Reykjavíkurborgar og mennta- og menningarmálaráðuneytis um framkvæmd Smáþjóðaleika 2015. Heiðursnefndin hefur formlegt hlutverk sem gestgjafi leikanna í tengslum við móttökur þar sem viðstaddir eru ráðamenn þátttökuþjóða, fulltrúar IOC og EOC og helstu forráðamenn Ólympíunefnda þátttökuþjóðanna. Á meðan á leikunum stendur er eitt af hlutverkum heiðursnefndar að taka þátt verðlaunaafhendingum.

Að loknum fundi heiðursnefndar var haldin fjölmennur kynningarfundur þar sem Helga Steinunn Guðmundsdóttir, formaður skipulagsnefndar Smáþjóðaleikanna, fór yfir sögu leikanna og kynnti þau markmið sem sett hafa verið í tengslum við leikana.

Að lokinni kynningu Helgu Steinunnar opnaði verkefnisstjóri leikanna, Óskar Örn Guðbrandsson, nýja heimasíðu leikanna og nýja fésbókarsíðu.  Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri sem báðir voru viðstaddir kynninguna í dag sýndu síðan stuðning sinn við leikana í verki með því að vera fyrstu tveir einstaklingarn

Myndir með frétt