Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

04.02.2020

Fræðsluefni ÍSÍ

Fræðsluefni ÍSÍFjölmargar íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þátttaka unglinga í skipulögðu íþróttastarfi dregur úr líkum á að unglingar leiðist út í frávikshegðun. Þeir unglingar sem leggja reglulega stund á íþróttir eða aðra hreyfingu eru síður líklegir til að sýna neikvætt atferli en aðrir jafnaldrar þeirra. Íþróttastarf, líkt og annað skipulagt tómstundastarf í umsjón ábyrgra aðila, er þannig af mörgum talið hafa víðtækt forvarnargildi ekki einungis gegn frávikshegðun, líkt og afbrotum, ofbeldi og vímuefnaneyslu, heldur tengist aukin íþróttaþátttaka einnig betri námsárangri, betri líðan, meiri sjálfsvirðingu og jákvæðari líkamsmynd. Neysla áfengis, tóbaks eða fíkniefna á aldrei samleið með iðkun íþrótta og vill íþróttahreyfingin á Íslandi efla forvarnahlutverk sitt á eftirfarandi hátt:
Nánar ...
03.02.2020

Metskráning á Íslandsmót í bogfimi

Metskráning á Íslandsmót í bogfimiDagana 15. og 16. febrúar fer fram Íslandsmót ungmenna og öldunga í bogfimi í Bogfimisetrinu og er met skráning í mótið, en 80 manns hafa skráð sig til leiks. 13 skráningar bárust frá Færeyjum í alþjóðlega hluta mótsins. Til samanburðar bárust samtals 40 skráningar í mótið árið 2018 og 49 skráningar 2019. Bogfimisambandið heldur úti youtube stöð, archery tv iceland, þar sem hægt verður að fylgjast með úrslitum í flestum aldurs- og bogaflokkum.
Nánar ...
03.02.2020

Námskeið í Ólympíu 23. maí nk.

Námskeið í Ólympíu 23. maí nk.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir einum þátttakanda til að vera fulltrúi ÍSÍ á námskeiðinu sem fram fer 23. maí til 3. júní bæði í Aþenu og í Ólympíu. Þemað í ár er ólympismi og húmanismi. Fræðslan fer fram í fyrirlestrum, hópavinnu, fræðsluferðum og með íþróttaþátttöku.
Nánar ...