Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Lífshlaupið fyrir okkur öll

03.02.2020

Þann 5. febrúar hefst nýtt Lífshlaups ár. Á vefsíðu Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is er hægt að skrá sig og taka þátt.

Þráinn Hafsteinsson, formaður ráðs Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, hvetur Íslendinga til að auka sína hreyfingu og halda utan um hana: „Í heilbrigðiskönnun sem gerð var meðal landsmanna seint á nýliðnu ári kom í ljós afgerandi vilji fólks á öllum aldri til að auka hreyfingu og breyta lifnaðarháttum sínum til hins betra. Um helmingur allra sem tóku þátt í könnuninni höfðu breytt lifnaðarháttum sínum til hins betra á síðasta ári og um 80% voru tilbúnir til þess á nýju ári. Við slíkar aðstæður er verkefni eins og Lífshlaupið augljóslega á réttum stað og tíma í okkar samfélagi. Forsvarsmenn allra eininga íþróttahreyfingarinnar eru beðnir um að hvetja og aðstoða fyrirtæki, skóla og einstaklinga til þátttöku í Lífshlaupinu. Með framkvæmd Lífshlaupsins og hvatningu til þátttöku eflir íþróttahreyfingin tengslin við fyrirtæki, stofnanir og almenning og sýnir í verki vilja sinn til að sinna hreyfingu og heilsueflingu landsmanna á öllum aldri“, segir Þráinn.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa og ætlað að hvetja landsmenn til aukinnar daglegrar hreyfingar. Á síðasta ári tóku um 500 vinnustaðir og skólar þátt með samtals um 17 þúsund virka einstaklinga.

Nánari upplýsingar um verkefnið og skráningu má finna hér, en eftirfarandi keppnir eru hluti af Lífshlaupinu:

  • Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur, 5. - 18. febrúar.
  • Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur, 5. - 18. febrúar.
  • Vinnustaðakeppni í þrjár vikur, 5. - 25. febrúar.
  • Einstaklingskeppni þar sem allir geta tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið.