Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

12.11.2012

Vinnuhópur íþróttahéraða fundar í Laugardalnum

Vinnuhópur íþróttahéraða fundar í LaugardalnumÍ dag fundaði vinnuhópur íþróttahéraða í fundarsal framkvæmdastjórnar ÍSÍ í Laugardal. Vinnuhópurinn var skipaður á sameiginlegum fundi íþróttahéraða sem haldin var í tengslum við formannafund ÍSÍ á síðasta ári og hefur það markmið að skoða hlutverk og skipulag íþróttahéraða. Vinnuhópurinn er skipaður starfsmönnum íþróttahéraða og skipa hann Garðar Svansson frá HSH, Engilbert Olgeirsson frá HSK, Frímann Ari Ferdinandsson frá ÍBR, Jón Þór Þórðarson frá ÍA, Þóra Leifsdóttir frá ÍBA og Hildur Bergsdóttir frá UÍA.
Nánar ...
09.11.2012

Haustfjarnám 1. stigs hálfnað

Haustfjarnám 1. stigs hálfnaðHaustfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú hálfnað. Um 25 nemendur eru í náminu og eru búsettir víða um land. Meðal íþróttagreina sem nemendur koma frá og/eða ætla eða hafa verið að þjálfa eru knattspyrna, körfuknattleikur, handknattleikur, lyftingar, sund, fimleikar, skautaíþróttir, frjálsar íþróttir, taekwondo, skíðaíþróttir, badminton og klifur, auk þess sem menntaður læknir í endurhæfingarlækningum er meðal þátttakenda.
Nánar ...
09.11.2012

Kvennalandsliðið í knattspyrnu hlaut viðurkenningu

Kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk í gær, á Degi gegn einelti, afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram hátíðardagskrá í tilefni af þessum baráttudegi. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti landsliðinu viðurkenninguna.
Nánar ...
08.11.2012

Alþjóðlegur dagur gegn einelti

Í dag, 8. nóvember, er alþjóðlegur dagur gegn einelti. Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: „Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“. Fólk um allan heim er hvatt til að sýna samstöðu í baráttunni gegn einelti og kynbundnu ofbeldi með því að hringja alls konar bjöllum kl. 13.00 að staðartíma hvers lands þann 8. nóvember samfellt í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Ýmsar aðrar leiðir eru einnig færar til að efla jákvæð samskipti í þjóðfélaginu og nær hvatningin einnig til skóla, vinnustaða og stofnana, þ.m.t. kirkna og trúfélaga.
Nánar ...
08.11.2012

Nefnd um íþróttir 60+

Nefnd um íþróttir 60+Nefnd um íþróttir 60+ heimsótti Félag eldri borgara á Álftanesi mánudaginn 5. nóvember. Vel var tekið á móti okkur í Litlakoti þar sem félagið hefur sína starfsemi. Félag eldri borgara á Álftanesi er með öfluga starfsemi þar sem öllum sem hafa náð 60 ára aldri er boðið að taka þátt í sundleikfimi, gönguhóp, pútti og annarri afþreyingu. Meðfylgjandi myndir voru teknar við þetta tækifæri.
Nánar ...
07.11.2012

Kynning á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ á formannafundi ÍBH

Kynning á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ á formannafundi ÍBHÍþróttabandalag Hafnarfjarðar leitaði til ÍSÍ varðandi kynningu á verkefninu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á formannafundi bandalagsins sem haldinn var laugardaginn 3. nóvember síðastliðinn. ÍBH hefur lagt á það áherslu að aðildarfélög bandalagsins kynni sér kosti þess að gerast fyrirmyndarfélög ÍSÍ.
Nánar ...
02.11.2012

Þjálfarastyrkir ÍSÍ

Þjálfarastyrkir ÍSÍStjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um þjálfarastyrki ÍSÍ. Þjálfarastyrkir ÍSÍ eru veittir íþróttaþjálfurum sem sækja sér menntun erlendis í formi námskeiða eða með öðrum þeim hætti sem telst bæta þekkingu þeirra í þjálfun og mun þar með nýtast íþróttahreyfingunni á Íslandi. Umsóknarfrestur er til .....
Nánar ...