Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Alþjóðlegur dagur gegn einelti

08.11.2012Í dag, 8. nóvember, er alþjóðlegur dagur gegn einelti. 

Í þjóðarsáttmála sem undirritaður var þann 8. nóvember 2011 segir: „Við ætlum að vera góð fyrirmynd og leggja okkar af mörkum til þess að vinna bug á því samfélagslega böli sem einelti er“. Fólk um allan heim er hvatt til að sýna samstöðu í baráttunni gegn einelti og kynbundnu ofbeldi með því að hringja alls konar bjöllum kl. 13.00 að staðartíma hvers lands þann 8. nóvember samfellt í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Ýmsar aðrar leiðir eru einnig færar til að efla jákvæð samskipti í þjóðfélaginu og nær hvatningin einnig til skóla, vinnustaða og stofnana, þ.m.t. kirkna og trúfélaga.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur undirritað þennan sáttmála.  Allir geta verið virkir þátttakendur í því að stöðva einelti með beinum hætti í sínu nærumhverfi og með samstöðu sem hefur áhrif á alþjóðasamfélagið.   Hægt er að skrifa undir sáttmálann á heimasíðunni www.gegneinelti.is.  Þar er einnig að finna ítarlegri upplýsingar um baráttuna gegn einelti.