Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

13.03.2019

100 dagar til Evrópuleika

100 dagar til EvrópuleikaÍ dag eru 100 dagar þar til Evrópuleikarnir 2019 verða settir. Þeir fara fram í borginni Minsk í Hvíta-Rússlandi þann 21.-30. júní. Leikarnir eru haldnir á vegum Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC).
Nánar ...
12.03.2019

Ársþing HSÞ - Jónas endurkjörinn

Ársþing HSÞ - Jónas endurkjörinn12. ársþing HSÞ var haldið í Skjólbrekku í Mývatnssveit sunnudaginn 10. mars sl. Alls voru 60 fulltrúar af 80 mættir á þingið en fjöldi mála lá fyrir þinginu. Miklar umræður sköpuðust um hluta tillagna en stærstu tillögurnar voru samþykktar án athugasemda eða með litlum breytingum. Þar má nefna nýjar siðareglur HSÞ og aðildarfélaga, nýja stefnu stjórnar sem ber nafnið „Æfum alla ævi“ og viðbragðsáætlun og verklagsreglur vegna aga-, ofbeldis-, og kynferðisbrota.
Nánar ...
11.03.2019

Fyrirlestur Ólympíumeistara í HR

Fyrirlestur Ólympíumeistara í HRFöstudaginn 15. mars nk. kl. 12:10 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík mun Dwight Phillips, einn fremsti frjálsíþróttamaður heims fyrir nokkrum árum, ​halda fyrirlestur um þær aðferðir sem hann beitti til að verða heims- og Ólympíumeistari. Hann mun tala um þætti eins og að trúa á sjálfan sig, að fylgja áætlun, að finnast vænt um markmiðin sín, að vera heiðarlegur við sjálfan sig, að fjárfesta í sjálfum sér, að vera dugleg/ur og aldrei að gefast upp. Hann heldur því fram að þeir sem nái árangri einblíni á ákveðna þætti til að ná markmiðum sínum.
Nánar ...
11.03.2019

Ekki harka af þér höfuðhögg!

Ekki harka af þér höfuðhögg!Höfuðhögg getur haft alvarlegar afleiðingar. Um það eru mörg dæmi í knattspyrnu og fleiri íþróttum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Knattspyrnusamband Íslands hafa í samstarfi unnið fræðslumyndbönd tengd þessu mikilvæga viðfangsefni. Annars vegar er um að ræða grafísk myndbönd með mikilvægum upplýsingum, m.a. um fyrstu viðbrögð, og hins vegar viðtalsmyndbönd þar sem knattspyrnufólkið Heiðrún Sara Guðmundsdóttir og Elfar Árni Aðalsteinsson deila reynslusögum (Viðtalsmyndböndin má sjá á samfélagsmiðlum KSÍ, t.d. hér). Fyrstu myndböndin hafa þegar verið birt á samfélagsmiðlum ÍSÍ og KSÍ.
Nánar ...
08.03.2019

Ársþing Ungmennasambands Borgarfjarðar

Ársþing Ungmennasambands Borgarfjarðar97. sambandsþing Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) var haldið miðvikudaginn 6. mars í Brautartungu í Lundareykjardal. Ungmennafélagið Dagrenning sá um framkvæmd þingsins og tók vel á móti þingfulltrúum með góðum veitingum. Dagskrá þingsins var hefðbundin og í samræmi við lög sambandsins. Góðir gestir komu á þingið og ávörpuðu fundarmenn. Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri, kom fyrir hönd Borgarbyggðar, Hafsteinn Pálsson fyrir ÍSÍ og Guðmundur Sigurbersson fyrir UMFÍ. Guðmundur heiðraði nokkra sjálfboðaliða UMSB fyrir hönd UMFÍ.
Nánar ...
08.03.2019

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dag

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna í dagAlþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag, 8. mars, og hafa fjöldagöngur verið boðaðar víða um heim af því tilefni. Lesa má meira um daginn á vefsíðu Kvennasögusafns Íslands hér.
Nánar ...
08.03.2019

PyeongChang 2018 - Sögur keppenda

PyeongChang 2018 - Sögur keppendaVetrarólympíuleikarnir fóru fram í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018 og því rúmt ár frá því leikarnir voru settir. Fulltrúar Íslands á leikunum voru Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason í alpagreinum, Elsa Guðrún Jónsdóttir, Snorri Einarsson og Isak Stianson Pedersen í skíðagöngu.
Nánar ...
07.03.2019

100 dagar í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

100 dagar í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍSjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í þrítugasta sinn þann 15. júní 2019. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990 í Garðabæ og var það haldið í tengslum við íþróttahátíð ÍSÍ en segja má að viðburðurinn sé fyrir löngu orðinn ómissandi hjá konum á öllum aldri. Það sem gerir hlaupið líka svo sérstakt, að þetta er ekki einn viðburður á einum stað heldur er hlaupið á meira en 80 stöðum um allt land sem og erlendis.
Nánar ...
06.03.2019

Afrekssjóður ÍSÍ styrkir Karatesamband Íslands

Afrekssjóður ÍSÍ styrkir Karatesamband ÍslandsGengið hefur verið frá samningi Karatesambands Íslands og Afrekssjóðs ÍSÍ vegna styrkveitinga ársins 2019. Karatesamband Íslands (KAÍ) flokkast sem B/Alþjóðlegt sérsamband samkvæmt flokkun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2019. Styrkveiting sjóðsins til KAÍ vegna verkefna ársins er 6,7 m.kr. en til samanburðar hlutu verkefni KAÍ árið 2018 styrk að upphæð 5.350.000 kr.
Nánar ...
06.03.2019

Ólympíulið flóttafólks

Ólympíulið flóttafólksNæstu Ólympíuleikar fara fram í Tókýó 24. júlí til 9. ágúst 2020. Á leikunum munu 11.000 íþróttamenn keppa í 33 íþróttagreinum. Fimm íþróttagreinum hefur verið bætt við keppnisdagskrána frá síðustu leikum sem fóru fram í Ríó í Brasilíu 2016, en það eru hafnabolti og mjúkbolti, karate, hjólabretti, íþróttaklifur (sports climbing) og brimbrettabrun. Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér og dagskrá leikanna má sjá hér.
Nánar ...
06.03.2019

Hetjur Ólympíuleika í þáttaröð á Ólympíustöðinni

Hetjur Ólympíuleika í þáttaröð á Ólympíustöðinni Ólympíustöðin er ókeypis vettvangur sem sýnir beint frá íþróttaviðburðum og býður upp á þáttaraðir tileinkaða íþróttum og íþróttafólki allt árið um kring. Stöðin leggur áherslu á afreksíþróttafólk og þeirra leið að meiri árangri. Árið 2017 hóf Ólympíustöðin göngu þáttanna „Goðsagnir lifa“ (Legends Live On), en í fyrstu þáttaröðinni var fjallað um hetjur Ólympíuleika eins og fimleikakonuna Nadia Comaneci, sundmanninn Ian Thorpe og snjóbrettakappann Shaun White. Nú hefur ný þáttaröð litið dagsins ljós þar sem fylgjast má með hetjum Ólympíuleikanna eftir íþróttaferilinn og á nýjum starfsvettvangi. Fyrsti þáttur, sem kom út í lok febrúar sl., fjallar um franska skíðakappann og gullverðlaunahafa á Ólympíuleikunum í Albertville árið 1992 Edgar Grospiron en hann starfar nú sem fyrirlesari. Fjallað er um hvernig hann notar nú reynslu sína úr íþróttaheiminum til þess að hvetja ungt íþróttafólk áfram. Skilaboð hans eru skýr: „Það sem ég vil segja er mjög einfalt, þetta snýst allt um áhuga og innri hvöt.“
Nánar ...