Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

100 dagar í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

07.03.2019

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í þrítugasta sinn þann 15. júní 2019. Fyrsta Kvennahlaupið var haldið 30. júní árið 1990 í Garðabæ og var það haldið í tengslum við íþróttahátíð ÍSÍ en segja má að viðburðurinn sé fyrir löngu orðinn ómissandi hjá konum á öllum aldri. Það sem gerir hlaupið líka svo sérstakt, að þetta er ekki einn viðburður á einum stað heldur er hlaupið á meira en 80 stöðum um allt land sem og erlendis.

Almennt er þátttaka í hlaupinu góð, en síðastliðin ár hafa um 10.000 konur tekið þátt á yfir 80 stöðum um allt land og víða erlendis. Markmið Kvennahlaupsins hefur frá upphafi verið að vekja áhuga kvenna á reglulegri hreyfingu. Allir taka þátt á sínum forsendum og lögð er áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða. Þó svo að hlaupið hafi í upphafi verið til hvetja konur til hreyfingar eins og nafn þess gefur til kynna þá hafa karlmenn alltaf verið velkomnir í hlaupið.

Öldrunarheimili víðsvegar um land hafa undanfarin ár boðið sínu heimilisfólki að taka þátt í Kvennahlaupinu. Mikil ánægja er meðal heimilisfólks með þetta framtak og kapp er lagt í að virkja alla til þátttöku. Karlmennirnir hafa þá gjarnan tekið á móti konunum og veitt þeim verðlaunapeninga.

Vefsíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ