Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

27.11.2015

Formannafundur ÍSÍ 2015

Formannafundur ÍSÍ 2015Árlegur Formannafundur ÍSÍ var haldinn í kvöld, föstudaginn 27. nóvember, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga, þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ gefur skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga.
Nánar ...
27.11.2015

Nýtt blað af ÍSÍ- fréttum

Nýtt blað af ÍSÍ- fréttumNýtt blað af ÍSÍ- fréttum kom út í dag. Þar má meðal annars lesa viðtal við Helga Sveinsson spjótkastara og leið hans til Ríó, um ferðir forseta ÍSÍ og föruneytis á Vestfirði nýlega, um áfangaskýrslu sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og heitir „Íþróttir á Íslandi - umfang og hagræn áhrif“ og sjá samantekt vegna kostnaðar á afreksíþróttastarfi á Íslandi. Einnig eru margar skemmtilegar myndir í blaðinu.
Nánar ...
27.11.2015

Hagrænt gildi íþrótta og afreksíþróttir

Hagrænt gildi íþrótta og afreksíþróttirÁ haustmánuðum var birt áfangaskýrsla um umfang og hagrænt gildi íþrótta. Skýrslan var unnin af Þórólfi Þórlindssyni, Viðari Halldórssyni, Jónasi H. Hallgrímssyni, Daða Lárussyni og Drífu Pálín Geirs. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hafði frumkvæði að því að farið var í að vinna þessa skýrslu.
Nánar ...
27.11.2015

Formannafundur ÍSÍ í dag

Árlegur Formannafundur ÍSÍ verður haldinn í dag, föstudaginn 27. nóvember, í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl.16:00. Fundurinn er upplýsingafundur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og formanna sérsambanda, héraðssambanda og íþróttabandalaga, þar sem framkvæmdastjórn ÍSÍ gefur skýrslu um helstu þætti í starfsemi ÍSÍ og verkefni á milli þinga.
Nánar ...
24.11.2015

Nýr formaður kjörinn í MSÍ

Nýr formaður kjörinn í MSÍÁrsþing Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands (MSÍ) fór fram 21. nóvember sl. í húsnæði ÍSÍ í Laugardal. Eftir níu ára setu sem formaður sambandsins steig Karl Gunnlaugsson til hliðar og var Hrafnkell Sigtryggsson einróma kosinn nýr formaður MSÍ.
Nánar ...
24.11.2015

Ársþing Golfsambands Íslands 2015

Ársþing Golfsambands Íslands 2015Ársþing Golfsambands Íslands fór fram í Fjölbrautaskóla Garðabæjar laugardaginn 21. nóvember sl. Ný stjórn var kjörin og eru nú alls 11 aðilar í stjórninni. Gylfi Kristinsson og Bergþóra Sigmundsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs en stjórn GSÍ verður þannig skipuð næstu tvö árin: Haukur Örn Birgisson forseti, Bergsteinn Hjörleifsson, Eggert Ágúst Sverrisson, Kristín Guðmundsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Hansína Þorkelsdóttir, Helgi Anton Eiríksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Jón Júlíus Karlsson og Theódór Kristjánsson. Helgi Anton, Hansína og Þorgerður Katrín eru ný í stjórn GSÍ en aðrir voru endurkjörnir.
Nánar ...
23.11.2015

Borgarstjóri í heimsókn

Borgarstjóri í heimsóknDagur B. Eggertsson borgarstjóri og föruneyti komu í stutta heimsókn til ÍSÍ síðastliðinn fimmtudag. Heimsóknin var liður í vettvangsferð borgarstjóra um skóla og stofnanir í Laugardalnum en skrifstofa borgarstjóra hafði aðsetur í Laugardalslauginni alla síðustu viku.
Nánar ...
23.11.2015

Ársþing EOC

Ársþing EOCÁrsþing Evrópusambands Ólympíunefnda - EOC fór fram í Prag dagana 20.-21. nóvember. Fundinn sóttu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri.
Nánar ...
19.11.2015

Fræðsla fyrir íþróttafólk

Fræðsla fyrir íþróttafólkNæsta þriðjudag þann 24. nóvember mun UMSE standa fyrir fræðsluerindum fyrir íþróttafólk á Hrafnagili. Fræðslan fer fram í Hrafnagilsskóla og er ætluð íþróttafólki, 11 ára og eldri. Ekkert þátttökugjald er á fyrirlestrana og eru foreldrar sérstaklega boðnir velkomnir.
Nánar ...
16.11.2015

Metaregn hjá Kristínu Þorsteinsdóttur

Metaregn hjá Kristínu ÞorsteinsdótturSundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá Íþróttafélaginu Ívari á Ísafirði stóð sig framúrskarandi vel á Evrópumeistaramóti DSISO sem fram fór á Ítalíu fyrir stuttu. Kristín setti þar hvorki meira né minna en tvö heimsmet og tíu Evrópumet, hlaut fimm gullverðlaun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.
Nánar ...