Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.03.2023 - 26.03.2023

Ársþing LSÍ 2023

Ársþing Lyftingasambands Íslands (LSÍ) verður...
24

Borgarstjóri í heimsókn

23.11.2015

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og föruneyti komu í stutta heimsókn til ÍSÍ síðastliðinn fimmtudag. Heimsóknin var liður í vettvangsferð borgarstjóra um skóla og stofnanir í Laugardalnum en skrifstofa borgarstjóra hafði aðsetur í Laugardalslauginni alla síðustu viku. Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ, Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Óskar Örn Guðbrandsson verkefnastjóri tóku á móti hópnum. 

ÍSÍ og Reykjavíkurborg áttu gæfuríkt samstarf um undirbúning og framkvæmd Smáþjóðaleikanna sem haldnir voru hér á landi í júní síðastliðnum og tók borgarstjóri virkan þátt í ýmsum verkefnum sem tengdust leikunum.