Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

30.06.2014

Kvennahlaupið 25 ára í dag

Kvennahlaupið 25 ára í dagÍ dag, 30. júní 2014, eru 25 ár liðin frá því að fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ fór fram. Hlaupið var haldið 30. júní 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ og tóku um 2.500 konur þátt í Garðabæ og á sjö stöðum á landsbyggðinni. Lovísa Einarsdóttir íþróttakennari var einn af frumkvöðlum Kvennahlaupsins og var hún í lykilhlutverki við stofnun hlaupsins árið 1990 og síðar framkvæmd þess. Í dag er Kvennahlaupið einn útbreiddasti og fjölmennasti íþróttaviðburður sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Um 15.000 konur tóku þátt á 105 stöðum hérlendis sem erlendis í 25 ára afmælishlaupinu sem fram fór laugardaginn 14. júní síðastliðinn.
Nánar ...
30.06.2014

Íþróttir án mismununar

Íþróttir án mismununarSjötta IWG Heimsráðstefnan um konur og íþróttir (6th IWG World Conference on Women and Sport) var haldin í Helsinki í Finnlandi 12. – 15. júní. Yfir átta hundruð konur sóttu ráðstefnuna frá tæplega 100 löndum. Ráðstefnan er m.a. haldin með stuðningi frá Alþjóðaólympíuhreyfingunni, IOC, WHO og UNESCO. Fyrsta ráðstefnan var haldin árið 1994 í Brighton í Englandi og hefur ráðstefnan verið haldin á fjögurra ára fresti síðan. Markmið ráðstefnunnar hefur verið að fjölga konum í íþróttum og auka þátttöku þeirra í þjálfun og stjórnun innan hreyfingarinnar.
Nánar ...
26.06.2014

Ertu góð vítaskytta?

Í tilefni af Ólympíudeginum býður Knattspyrnusamband Íslands félögum að koma og hitta landsliðsmarkmennina Gunnleif Gunnleifsson, Söndru Sigurðardóttur og Ögmund Kristinsson. Viðburðurinn verður á gervigrasvellinum í Laugardal mánudaginn 30. júní á milli kl. 10.00-11.30. Hægt verður að spreyta sig í vítaspyrnu gegn markmönnunum, fá myndir af sér með þeim og árituð landsliðsveggspjöld með þessum góðu fyrirmyndum. Allir sem koma verða leystir út með litlum gjöfum, veggspjöldum, KSÍ fánum og nælum.
Nánar ...
24.06.2014

58 ár frá fyrsta landsleik íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik

58 ár frá fyrsta landsleik íslenska kvennalandsliðsins í handknattleikÞann 15.júní árið 1956 fór fyrsta landslið Íslands í handknattleik kvenna, þrettán stúlkur, í keppnisferð til Noregs á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Landsliðið spilaði fyrsta landsleik sinn við Norðmenn þann 19. júní á Bislettleikvanginum í Osló. Árlega frá árinu 1966 hittist þess föngulegi hópur kvenna og heldur daginn hátíðlegan, þær borða saman og rifja upp skemmtilegar minningar.
Nánar ...
24.06.2014

Jón Páll Hreinsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Jón Páll Hreinsson sæmdur Gullmerki ÍSÍ14. Héraðsþing Héraðssambands Vestfjarða (HSV) var haldið þann 5. júní í Háskólasetri Vestfjarða. 46 þingfulltrúar mættu til þingsins sem tókst vel í alla staði. Í ársskýrslu stjórnar kemur fram að árið hafi verið mjög starfsamt hjá sambandinu og samstarf við Ísafjarðarbæ tekist með miklum ágætum. Íþróttaskóli HSV hefur verið að vaxa og í nýútkominni skýrslu um skólann kemur í ljós að foreldrar og nemendur skólans eru mjög ánægðir með starfið. Siða- og starfsreglur HSV voru samþykktar, en í skýrslu stjórnar kemur fram að þær séu lykillinn að betra, faglegra og öruggara umhverfi innan íþróttahreyfingarinnar á starfsvæði HSV.
Nánar ...
24.06.2014

Íþróttafélagið Nes Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Íþróttafélagið Nes fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á lokahófi félagsins 10. júní síðastliðinn. Íþróttafélagið Nes fékk fyrst viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ árið 2004 og er þetta því í annað sinn sem félagið fær endurnýjun þeirrar viðurkenninar. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti formanni félagsins Guðmundi Sigurðssyni viðurkenninguna. Á myndinni eru þau Guðmundur og Sigríður með fána Fyrirmyndarfélaga.
Nánar ...
24.06.2014

Íþróttafélagið Glóð tók þátt í göngu á Ólympíudaginn

Íþróttafélagið Glóð tók þátt í göngu á ÓlympíudaginnÍ tilefni af Ólympíudeginum þann 23.júní 2014 skipulagði Íþróttafélagið Glóð göngu. Félagar og gestir þeirra söfnuðust saman við Íþróttahúsið Digranes og gengu síðan um Víghólssvæðið og skoðuðu útsýni frá útsýnisskífunni ásamt því að skoða bæjarrústir í Digranesi og fræðast um búsetu þar. Að lokinni tæplega klukkutíma göngu knúsuðust félagarnir við Íþróttahúsið Digranes.
Nánar ...
24.06.2014

Myndir frá 25. Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ

Myndir frá 25. Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍHér á heimasíðu ÍSÍ, neðarlega á síðunni, inn á kvennahlaup.is og á Facebook síðu Kvennahlaupsins má sjá myndir frá Kvennahlaupinu 2014. Inn á kvennahlaup.is eru einnig myndir frá fyrri hlaupum. Um 15.000 konur tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ í ár, á 85 stöðum um allt land og á 20 stöðum erlendis. Frá því Kvennahlaupið hófst fyrir 25 árum höfum við fengið rúmlega 370 þúsund skráningar og margar konur hafa hlaupið með okkur frá upphafi. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Sjóvá og aðrir samstarfsaðilar, Embætti landlæknis, Morgunblaðið, Ölgerðin, NIVEA og Merrild, þakka öllum þeim sem tóku þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ fyrir þátttökuna.
Nánar ...
23.06.2014

Sævar Már Guðmundsson fær Silfurmerki BLÍ

Sævar Már Guðmundsson fær Silfurmerki BLÍ42. ársþing Blaksambands Íslands var haldið síðastliðinn laugardag og funduðu 25 þingfulltrúar. Formaður BLÍ, Jason Ívarsson, flutti hvatningarræðu til hreyfingarinnar um fagmennsku í vinnubrögðum í uppbyggingarstarfinu. Stefán Jóhannesson og Kristján Geir Guðmundsson voru endurkjörnir í stjórn BLÍ til tveggja ára.
Nánar ...
23.06.2014

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn í dag

Alþjóðlegi Ólympíudagurinn í dagÁ hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega Ólympíudaginn þann 23. júní út um allan heim. Þessi viðburður er í tilefni af því að 23. júní árið 1894 var Alþjóða Ólympíunefndin stofnuð og nútíma Ólympíuleikarnir urðu til. Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. Markmiðið með deginum er að hvetja fólk til að koma saman, hreyfa sig og hafa gaman. Ólympíudagurinn er einnig kjörinn vettvangur til að kynna gildi Ólympíuhreyfingarinnar sem eru; vinátta, virðing og ávallt að gera sitt besta.
Nánar ...
23.06.2014

Stofnþing Hjólreiðasambands Íslands

Stofnþing Hjólreiðasambands ÍslandsStofnþing Hjólreiðasambands Íslands (HRÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 20.júní síðastliðinn. Forseti ÍSÍ, Lárus L. Blöndal, flutti ávarp og setti þingið. Þingforseti var Hafsteinn Pálsson og ritari var Líney R. Halldórsdóttir. Stjórn sambandsins til tveggja ára skipa David Robertsson, sem kjörinn var formaður sambandsins, Albert Jakobsson, Arnar Geirsson, Sigurgeir Agnarsson og Þorgerður Pálsdóttir.
Nánar ...