Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Íþróttafélagið Glóð tók þátt í göngu á Ólympíudaginn

24.06.2014

Í tilefni af Ólympíudeginum þann 23.júní 2014 skipulagði Íþróttafélagið Glóð göngu. Félagar og gestir þeirra söfnuðust saman við Íþróttahúsið Digranes og gengu síðan um Víghólssvæðið og skoðuðu útsýni frá útsýnisskífunni ásamt því að skoða bæjarrústir í Digranesi og fræðast um búsetu þar. Að lokinni tæplega klukkutíma göngu knúsuðust félagarnir við Íþróttahúsið Digranes. Verkefnið fól í sér rólega göngu þar sem allir gengu á hraða þess sem hægast fór, fræðslu um nærumhverfið, fyrirlestur um mikilvægi vatnsneyslu fyrir líkama og sál, en allir höfðu með sér vatn í flösku og að vinna með einkunnarorð Glóðar sem eru „Hreyfing - fæðuval - heilsa“. Alls tóku 32 þátt í verkefninu og mikil gleði ríkti meðal þátttakenda. Sérstakur gestur var Ólympíufarinn Jón Þór Ólafsson, sem gekk með félögunum þeim til gleði. 

Myndir með frétt