Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

26.09.2019

Göngum í skólann - Sögur frá skólum

Göngum í skólann - Sögur frá skólumGöngum í skólann verkefnið er í fullum gangi þessa dagana og stendur til 2. október nk. Þónokkrar frásagnir hafa verið sendar inn frá skólum sem tekið hafa þátt í Göngum í skólann.
Nánar ...
26.09.2019

Herferð gegn lyfjamisnotkun

Herferð gegn lyfjamisnotkunLyfjaeftirliti Íslands og Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnuninni (WADA) er umhugað um að keppni íþróttafólks sé á jafnréttisgrunni og enginn hafi hag af misnotkun árangursbætandi efna. Ljóst er að baráttan gegn lyfjamisnotkun er ekki verkefni einstakra hópa eða samtaka, ef árangur á að nást þarf samvinnu og samstarf margra einstaklinga og hópa víðs vegar að.
Nánar ...
25.09.2019

Íþróttavika Evrópu - Skautahöllin

Íþróttavika Evrópu - SkautahöllinFrá 23. - 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
25.09.2019

Íþróttafyrirlestrar á Akureyri

Íþróttafyrirlestrar á AkureyriÞann 26. september nk. fara fram þrír fyrirlestrar í Háskólanum á Akureyri um jákvæð samskipti í íþróttum. Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og körfuboltaþjálfari, hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti sem hann hefur flutt víðsvegar um landið. Pálmar fjallar á skemmtilegan hátt um samskipti í íþróttum, hvernig við getum verið góðir liðsfélagar og leiðtogar og náð því besta úr öllum í liðinu. Pálmar er með BS gráðu í sálfræði og hefur starfað sem körfuboltaþjálfari í 13 ár.
Nánar ...
25.09.2019

Íþróttavika Evrópu - Lýðheilsuganga á Akranesi

Íþróttavika Evrópu - Lýðheilsuganga á AkranesiAkraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands hafa boðið upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Frábærir sjálfboðaliðar leiða göngurnar og er frítt í sund fyrir göngugarpa að göngum loknum. Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og bæta þar með heilsu sína og lífsgæði.
Nánar ...
24.09.2019

Dagskrá ráðstefnu Sýnum karakter

Dagskrá ráðstefnu Sýnum karakterLaugardaginn 5. október fer fjórða Sýnum karakter ráðstefna ÍSÍ og UMFÍ fram. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter?
Nánar ...
24.09.2019

Íþróttavika Evrópu - Íshokkí

Íþróttavika Evrópu - ÍshokkíFrá 23. - 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
23.09.2019

Breytt fyrirkomulag í keppni

Breytt fyrirkomulag í keppniDagana 3. og 4. október á 2. hæð í nýju Laugardalshöllinni fer fram vinnustofa ætluð þeim sem sjá um fræðslu-og/eða mótamál í íþróttahreyfingunni. Yfirskrift vinnustofunnar er Meaningful Competition sem í lauslegri þýðingu gæti verið „Keppni með tilgang“ og lítur að keppni hjá börnum og ungmennum. Laugardaginn 5. október verður fjórða Sýnum karakter ráðstefnan haldin í Háskólanum í Reykjavík þar sem André Lachance verður einn af fyrirlesurum. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter?“ Nánari dagskrá kemur innan tíðar.
Nánar ...
23.09.2019

Íþróttavika Evrópu - Dagskrá

Íþróttavika Evrópu - DagskráFrá 23. - 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...
20.09.2019

Fjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍ

Fjarnám í Þjálfaramenntun ÍSÍHaustfjarnám 1. 2. og 3. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 23. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda, almennan hluta hjá ÍSÍ og sérgreinahluta hjá sérsamböndum ÍSÍ.
Nánar ...