Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

28.11.2014

Hádegisfundur um fjölmiðlamál íþróttahreyfingarinnar

Fimmtudaginn 4. desember mun ÍSÍ bjóða upp á hádegisfund í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal um fjölmiðlamál og hefst fundurinn kl.12:00. Umfjöllunarefnið er fjölmiðlafulltrúi, fjölmiðlatengsl og markvisst kynningarstarf. Fundurinn er opin öllum áhugasömum og gagnast sérstaklega þeim aðilum sem vinna við kynningarstarf í íþróttafélögum eða í sérsamböndum.
Nánar ...
27.11.2014

Frá ársþingi EOC

Ársþing Evrópusambands ólympíunefnda var haldið í Baku í Azerbaijan dagana 21.- 22. nóvember sl. Við setningu á þinginu var Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sæmdur æðstu heiðursviðurkenningu EOC, Order of Merit.
Nánar ...
21.11.2014

HSS 70 ára

Héraðssamband Strandamanna hélt upp á 70 ára afmæli sitt í félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Ávörp, leikir, söngur, fyrirlestrar, kynningar voru meðal dagskráratriða auk hópavinnu um framtíð sambandsins sem unnin var með gamansömu ívafi.
Nánar ...
18.11.2014

Úthlutun þjálfarastyrkja Verkefnasjóðs ÍSÍ

Stjórn Verkefnasjóðs ÍSÍ hefur tekið ákvörðun um hvaða þjálfarar hljóta þjálfarastyrk árið 2014. Um 40 þjálfarar sóttu um þá styrki sem voru í boði og komu umsóknir úr mörgum ólíkum greinum og má þar nefna golf, karate, íshokkí, krullu, snjóbretti, körfuknattleik,
Nánar ...
16.11.2014

Haraldur Þórarinsson heiðraður með Gullmerki ÍSÍ

Haraldur Þórarinsson heiðraður með Gullmerki ÍSÍHaraldur Þórarinsson fyrrverandi formaður Landssambands hestamannafélaga (LH) var heiðraður með Gullmerki ÍSÍ þann 14. nóvember síðastliðinn á Formannafundi ÍSÍ. Það var Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ sem sæmdi Harald merkinu. Haraldur lét af embætti formanns LH í byrjun nóvember síðastliðinn eftir 16 ára samfellt starf í forystu sambandsins.
Nánar ...
14.11.2014

Styrkveiting Ólympíusamhjálpar vegna RÍÓ 2016

Styrkveiting Ólympíusamhjálpar vegna RÍÓ 2016Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Ríó 2016. Um er að ræða styrki vegna átta íþróttamanna frá fimm sérsamböndum.
Nánar ...
14.11.2014

Nýtt eintak af ÍSÍ- Fréttum

Nýtt eintak af ÍSÍ- FréttumNýtt eintak af ÍSÍ-Fréttum kom út í dag. Hægt er að nálgast vefútgáfu af blaðinu í efnisveitu. Þar má meðal annars lesa pistil Lárusar L. Blöndal forseta ÍSÍ og fréttir af margvíslegum verkefnum ÍSÍ síðustu mánuði.
Nánar ...
13.11.2014

Styrkir úr Afrekskvennasjóði

Styrkir úr AfrekskvennasjóðiEitt landsliðsverkefni og þrjár afrekskonur í íþróttum hlutu í dag styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ fyrir árið 2014. Afrekskonurnar fá 500.000 kr. hver og Körfuknattleikssamband Íslands hlýtur eina milljón króna. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri.
Nánar ...
13.11.2014

200 dagar til stefnu

200 dagar til stefnuÍ dag eru 200 dagar þar til Smáþjóðaleikarnir verða settir á Íslandi. Að því tilefni eru tvær nýjar myndir úr myndaröðinni „Náttúrulegur kraftur“ birtar til viðbótar við þær sjö sem nú þegar hafa verið birtar, ásamt persónulegum viðtölum við íþróttafólkið á myndunum.
Nánar ...