Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27.05.2024 - 27.05.2024

Ársþing ÍRB 2024

Ársþing Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB)...
25

Frá ársþingi EOC

27.11.2014

Ársþing Evrópusambands ólympíunefnda var haldið í Baku í Azerbaijan dagana 21.- 22. nóvember sl. Við setningu á þinginu var Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sæmdur æðstu heiðursviðurkenningu EOC, Order of Merit.  Yfir 300 fulltrúar ólympíunefnda og íþróttasamtaka sátu þingið.  Engar kosningar voru að þessu sinni. Fulltrúar Ólympíunefndar Kosavó sátu þingið en fyrir liggur að IOC mun samþykkja sjálfstæði nefndarinnar á næsta fundi IOC í Mónakó í desember n.k.  Þar með verða ólympíunefndir í Evrópu alls 50. Auk almennra þingstarfa voru fluttar kynningar á stöðu á undirbúningi þeirra leika sem framundan eru á næstu árum.  Hæst bar kynning á Evrópuleikunum sem verða haldnir í fyrsta sinn á næsta ári en einnig var ítarleg kynning á stöðu undirbúnings á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.

Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ og formaður Skipulagsnefndar Smáþjóðaleikanna 2015 flutti kynningu á undirbúningi og umgjörð Smáþjóðaleikanna og er meðfylgjandi mynd frá þeirri kynningu.

Piotr Nurowski verðlaunin veitt í fjórða sinn og hlaut ítalski sundmaðurinn Simone Sabbioni þau að þessu sinni sem besti ungi evrópski íþróttamaðurinn 2014.

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ  og Líney R. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ sátu þingið.