Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

HSS 70 ára

21.11.2014Héraðssamband Strandamanna hélt upp á 70 ára afmæli sitt í félagsheimilinu á Hólmavík miðvikudaginn 19. nóvember síðastliðinn.  Ávörp, leikir, söngur, fyrirlestrar og kynningar voru meðal dagskráratriða, auk hópavinnu um framtíð sambandsins sem unnin var með gamansömu ívafi.  Dýrindis afmælisterta var borin fram að loknum kvöldverði.  ÍSÍ færði HSS áletraðan veggplatta og blómvönd að gjöf í tilefni dagsins.  Afmælisgestir frá ÍSÍ voru þeir Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem einnig var með kynningu á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ og Þjálfaramenntun ÍSÍ.  Á myndinni eru frá vinstri þeir Viðar Sigurjónsson, Vignir Örn Pálsson formaður HSS og Garðar Svansson.