Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

30.12.2012

Aron Pálmarsson er íþróttamaður ársins 2012

Aron Pálmarsson er íþróttamaður ársins 2012Það var mikið um dýrðir í Gullhömrum í Grafarholti í kvöld þegar Aron Pálmarsson handknattleiksmaður var útnefndur íþróttamaður ársins 2012. Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni var í öðru sæti í kjöri íþróttafréttamanna að þessu sinni og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Fjölni var í þriðja sæti.
Nánar ...
28.12.2012

Íþróttamaður ársins 2012

Íþróttamaður ársins 2012Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2012. Hófið verður haldið í Gullhömrum, Grafarholti, Reykjavík, laugardaginn 29. desember 2012 og hefst kl. 18:00. Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna/-íþróttakvenna sérgreina íþrótta og útsendingu Sjónvarpsins þar sem kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2012 verður lýst.
Nánar ...
23.12.2012

Gleðileg jól

Gleðileg jólÍþrótta- og ólympíusamband Íslands sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.
Nánar ...
21.12.2012

Haustfjarnámi 1. stigs lokið

Haustfjarnámi 1. stigs lokiðHaustfjarnámi 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið. Alls luku 22 þjálfarar námi að þessu sinni og komu þeir frá hinum ýmsu íþróttagreinum og búa vítt og breytt um landið, m.a. í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Eskifirði, Selfossi og Vestmannaeyjum. Meðal íþróttagreina sem þjálfararnir koma frá eru körfuknattleikur, handknattleikur, fimleikar, klifur, skíðaíþróttir, kraftlyftingar, sund, badminton, taekwondo og siglingar.
Nánar ...
21.12.2012

Nýtt sérsamband innan vébanda ÍSÍ

Nýtt sérsamband innan vébanda ÍSÍStofnþing Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær. Stjórn sambandsins skipa Lárus Blöndal, sem kjörinn var formaður sambandsins, Ari Jóhannsson, Tryggvi M. Þórðarson, Ragnar Róbertsson, Gunnar Hjálmarsson, Guðbergur Reynisson, Ólafur Guðmundsson og Björgvin Ólafsson. Með stofnun Akstursíþróttasambands Íslands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 29 að tölu.
Nánar ...
19.12.2012

Undirritun samnings vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ

Undirritun samnings vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands og UMF Stjarnan Garðabæ skrifuðu undir samning vegna Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ í dag, miðvikudaginn 19. desember. UMF Stjarnan tekur að sér að halda Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ næstu þrjú árin. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður Stjörnunnar, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, skrifuðu undir samninginn.
Nánar ...
18.12.2012

Jólakveðja frá forseta ÍSÍ

Nýliðin helgi var ánægjuleg íþróttahelgi fyrir undirritaðan, skemmtilegir viðburðir sem þó gerðu í sjálfu sér ekki annað en að endurspegla hefðbundna viðburði í íþróttahreyfingunni hvaða helgi sem er allt árið um kring. Þetta eru þó sumir óhefðbundnir viðburðir á aðventunni sem eru aðeins örlítið sýnishorn af þeim ótrúlega fjölda íþróttaæfinga og keppni, funda og viðburða sem gera mannlíf okkar í senn fjölbreyttara og heilbrigðara.
Nánar ...
17.12.2012

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar fær verðlaun í Þrekraunum!

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar fær verðlaun í Þrekraunum!Þrekraunir er nafn á samnorrænu verkefni þar sem 7. og 8. bekkir grunnskóla Norðurlandanna keppa í hinum ýmsu íþróttaæfingum og færa niðurstöður inn á vef verkefnisins sem finna má á nordicschoolsport.com. Íþróttakennarar skólanna hafa veg og vanda að framkvæmd verkefnisins þannig að tryggt sé eins og hægt er að allir framkvæmi æfingarnar með sama hætti.
Nánar ...
14.12.2012

London 2012 - Ólympíulaufið

London 2012 - ÓlympíulaufiðÓlympíueldurinn er eitt sterkasta tákn Ólympíuleika og er oft mikil saga tengd honum. Þannig er hann tendraður á sama hátt og á Ólympíuleikunum til forna þar sem sólarljósið er nýtt til að kveikja á kyndli í hinni fornu borg Olympiu í Grikklandi. Þar næst er hlaupið með kyndil frá Olympiu til þess staðar þar sem leikarnir fara fram og hafa kyndilhlaupin í gegnum tíðina farið víða og slegið mörg met.
Nánar ...
13.12.2012

Fundur um lyfjaeftirlitsmálaflokkinn

Í gær stóð Lyfjaeftirlit ÍSÍ fyrir árlegum fundi um lyfjaeftirlitsmálaflokkinn með fulltrúum sérsambanda og sérgreinanefnda ÍSÍ. Meðal þess sem fjallað var um er endurskoðun á Alþjóða lyfjareglunum sem stendur nú yfir. Nýr bannlisti WADA sem gildi tekur þann 1. janúar n.k. var kynntur og helstu breytingar frá núgildandi lista. Einnig var sagt frá lyfjaeftirliti ÍSÍ og samstarf um lyfjaeftirlit meðal íþróttamanna.
Nánar ...