Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

16.01.2020

Íþróttafólk Hafnarfjarðar

Íþróttafólk HafnarfjarðarFöstudaginn 27. desember 2019 fór fram árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Anton Sveinn Mckee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar og Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar var kjörin Íþróttakona Hafnarfjarðar.
Nánar ...
16.01.2020

Jakob Íþróttamaður Akraness 2019

Jakob Íþróttamaður Akraness 2019Jakob Svavar Sigurðsson knapi var kjörinn Íþróttamaður Akraness í annað sinn þann 6. janúar sl. Jakob Svavar hefur um langt árabil verið einn af bestu íþróttaknöpum á landinu og unnið marga Íslandsmeistaratitla auk heimsmeistaratitils. Hann hefur einnig hlotið mörg verðlaun fyrir góða reiðmennsku og prúðmennsku. Jakob Svavar er í landsliðshóp Landssambands Hestamanna, en hann skipa 19 afreksknapar í fremstu röð í hestaíþróttum hérlendis og erlendis. Hann er efstur á heimslista (World Ranking) FEIF (alþjóðasamtök íslenska hestsins) í tölti. Á árinu 2019 sigraði Jakob m.a. í einstaklingskeppni meistaradeildarinnar í hestaíþróttum með því að verða í fyrsta sæti í fimmgang, fyrsta sæti í tölti, fyrsta sæti í slaktaumatölti og í þriðja sæti í fjórgang.
Nánar ...
16.01.2020

Ársþing ÍBV - Hjördís áfram formaður

Ársþing ÍBV - Hjördís áfram formaðurÁrsþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja fór fram í Týsheimilinu 6. janúar síðastliðinn. Um var að ræða ársþing ársins 2019 sem ekki náðist að halda á tilskildum tíma. Þingið gekk vel og mæting var góð.
Nánar ...
15.01.2020

Nemendur úr HÍ í heimsókn

Nemendur úr HÍ í heimsóknÍþróttafræðinemar úr Háskóla Íslands heimsóttu ÍSÍ í dag, en þau eru öll á 3. og síðasta ári í BS námi sínu og voru í áfanganum Íþróttir og samfélag. Kennari þeirra er Ágústa Edda Björnsdóttir afrekskona í hjólreiðum. Nemarnir fengu kynningu á starfsemi og uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar á Íslandi, en einnig innsýn inn í Ólympíuhreyfinguna. Nemendur voru áhugasamir og duglegir að taka þátt í umræðum.
Nánar ...
14.01.2020

Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020

Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020 Bjarki Pétursson golfari var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2019 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti 5. janúar sl. Um tvö hundruð manns heiðruðu íþróttafólkið með nærveru sinni. Kjörið var mjög spennandi en afar litlu munaði á milli íþróttamanna.
Nánar ...
14.01.2020

Námskeið í stjórnendaþjálfun haldið hjá ÍSÍ

Námskeið í stjórnendaþjálfun haldið hjá ÍSÍDagana 8.-10. janúar stóð ÍSÍ fyrir stjórnendanámskeiði sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið sátu 32 einstaklingar sem vinna í íþróttahreyfingunni og var námskeiðið fullt. Gunnar Jónatansson stjórnendamarkþjálfi var aðalkennari á námskeiðinu, en aðrir kennarar voru þeir Birkir Smári Guðmundsson lögfræðingur ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ sem jafnframt var námskeiðsstjóri. Skipulag námskeiðsins var í höndum starfsmanna Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ.
Nánar ...
13.01.2020

Undirritun samstarfssamnings um samskiptaráðgjafa

Undirritun samstarfssamnings um samskiptaráðgjafaSamstarfssamningur mennta- og menningarmálaráðuneytis og Domus Mentis - Geðheilsustöðvar um hlutverk samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs var undirritaður í ráðuneytinu í dag. Ný lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs byggja á tillögum starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Nánar ...
13.01.2020

Ísak Óli Íþróttamaður Skagafjarðar

Ísak Óli Íþróttamaður SkagafjarðarFrjálsíþróttakappinn Ísak Óli Traustason var útnefndur Íþróttamaður Skagafjarðar 27. desember sl. við hátíðlega athöfn í Ljósheimum. Auk þess var hann útnefndur frjálsíþróttamaður Skagafjarðar við sama tækifæri. Meistaraflokkur kvenna hjá Knattspyrnudeild Tindastóls varð lið ársins og Sigurður Arnar Björnsson þjálfari Frjálsíþróttadeildar Tindastóls þjálfari ársins.
Nánar ...
13.01.2020

Síðasti skiladagur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga

Síðasti skiladagur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélagaFrestur til að skila inn umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga rennur út á miðnætti í kvöld, 13. janúar 2020. Öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrki úr sjóðnum vegna ferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót innanlands á árinu 2019.
Nánar ...