Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
4

Íþróttafólk Hafnarfjarðar

16.01.2020

Föstudaginn 27. desember 2019 fór fram árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Anton Sveinn Mckee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar og Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar var kjörin Íþróttakona Hafnarfjarðar.

Íþróttalið ársins 2019 í Hafnarfirði var meistaraflokkur karla og kvenna í sundi hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Myndin sýnir frá vinstri Þórdísi Evu, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjórann í Hafnarfirði og Anton Svein.