Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

11

Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020

14.01.2020

Bjarki Pétursson golfari var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2019 við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti 5. janúar sl. Um tvö hundruð manns heiðruðu íþróttafólkið með nærveru sinni. Kjörið var mjög spennandi en afar litlu munaði á milli íþróttamanna. 
Bjarki stóð sig vel á árinu en hann var í sigurliði Kent State í Mid-American Conference 2019. Hann spilar fyrir hönd Íslands á Evrópumóti einstaklinga, liða í Austurríki og í Svíþjóð. Hann var sá áhugamannakylfingur sem var á besta skori í atvinnumannamóti í Finnlandi sem er á vegum Nordic League mótaraðarinnar. Bjarki er einnig  einn fimm Íslendinga sem hafa unnið sér inn keppnisrétt í Challange Tour mótaröðinni. Hann var eini áhugakylfingurinn í heiminum árið 2019 sem komst í gegnum 2. stig og spilaði á 3. stigi fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Um er að ræða sterkustu mótaröðina í Evrópu og næst sterkustu í heiminum.
Alls voru tíu íþróttamenn tilnefndir og röðuðust fimm efstu sætin svona niður:

1. Bjarki Pétursson - golf
2. Alexandrea Rán Guðnýjardóttir - kraftlyftingar
3. Bjarni Guðmann Jónsson - körfuknattleikur
4. Helgi Guðjónsson - knattspyrna
5. Brynjar Snær Pálsson – knattspyrna

ÍSÍ óskar Bjarka innilega til hamingju með kjörið.

Mynd:  www.umsb.is