Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

31.08.2016

Norræna skólahlaupið 2016

Norræna skólahlaupið verður sett í Grunnskóla Sandgerðis föstudaginn 2. september 2016 kl. 10:00. Norræna skólahlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Hlaupið var fyrst haldið árið 1984 og verður haldið í 33. skipti í ár. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um framkvæmd verkefnisins á Íslandi.
Nánar ...
31.08.2016

Göngum í skólann 2016

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í tíunda sinn miðvikudaginn 7. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 5. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Nánar ...
30.08.2016

Fulltrúar íþróttafólks kosnir

Fulltrúar íþróttafólks kosnirKeppendur á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 kusu nýlega fjóra íþróttamenn sem fulltrúa íþróttafólks í framkvæmdastjórn ​Alþjóðaólympíunefndarinnar til næstu átta ára. Íþróttamennirnir eru Britta Heidemann, skylmingakona frá Þýskalandi, Seug-Min Ryu borðtennismaður frá Kóreu, Daniel Gyurta sundmaður frá Ungverjalandi og Yelena Isinbayeva frjálsíþróttakona frá Rússlandi. Íþróttamennirnir munu vinna náið með Alþjóðaólympíunefndinni, en til dæmis er brýnt að koma skoðun íþróttafólks á hinum ýmsu málefnum innan hreyfingarinnar á framfæri og þróa þannig Ólympíuhreyfinguna enn frekar.
Nánar ...
29.08.2016

Móttaka til heiðurs Ólympíuförum

Móttaka til heiðurs ÓlympíuförumSigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra buðu sl. fimmtudag til móttöku í Ráðherrabústað til heiðurs íslensku keppendunum á Ólympíuleikunum í Rio De Janeiro 2016. Allir íslensku þátttakendurnir fengu afhend viðurkenningarskjöl og minnispening frá Alþjóðaólympíunefndinni. Auk þess fengu Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir sérstaka viðurkenningu frá Alþjóðaólympíunefndinni fyrir að komast í úrslit og vera í topp átta í sinni grein á Ólympíuleikunum. ​
Nánar ...
29.08.2016

Íþróttir - barnsins vegna

Íþróttir - barnsins vegnaÍ fyrra kom út nýr bæklingur um íþróttir barna og unglinga sem ber heitið Íþróttir – barnsins vegna. Á Íþróttaþingi í apríl 2015 var endurskoðuð stefna um íþróttir barna og unglinga samþykkt og hefur innihald stefnunnar tekið nokkrum breytingum. Mikil áhersla er lögð á að íþróttir eigi að vera fyrir alla, þær þurfi að vera skemmtilegar og leikurinn skipi stóran sess. Barna- og unglingastefnunni til stuðnings hafa Íþróttaboðorðin 10 verið mörkuð, en þau eru:
Nánar ...
25.08.2016

Ólympíustöðin af stað

Ólympíustöðin af stað Ólympíustöðin er nú orðin virk. Aðdáendur geta nú fylgst með íþróttum, íþróttafólki og sögunum á bak við Ólympíuleikana allt árið.
Nánar ...
25.08.2016

Íþróttasjóður

Íþróttasjóður Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði. Umsóknum skal skila á rafrænu formi fyrir kl.17:00, 1. október 2016.
Nánar ...
23.08.2016

Ríó 2016 - Paralympics

Ríó 2016 - ParalympicsParalympics (Ólympíumót fatlaðra) fer fram í Ríó í Brasilíu 7. - 18. september 2016. Fimm keppendur úr röðum fatlaðra tókst að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Hópinn skipa þrír sundmenn, einn frjálsíþróttamaður og einn bogfimimaður. Þetta er í fyrsta sinn sem bogfimikeppandi verðúr fulltrú Íslands á leikunum.
Nánar ...
22.08.2016

Ríó 2016 - Lokaathöfnin

Ríó 2016 - LokaathöfninLoka­at­höfn Ólympíu­leik­anna 2016 fór fram í gærkvöldi og var glæsi­leg að vanda. Þátt­tak­end­ur gengu inn á Maracana-leik­vang­in­n með þjóðfána sína. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona bar fána Íslands. Dans- og tónlistaratriðin voru stórskemmtileg og flott og mikil stemmning hjá þátttakendum.
Nánar ...