Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Ríó 2016 - Komið að lokum leikanna

19.08.2016Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkona, verður fánaberi Íslands á lokahátíð Ólympíuleikanna 2016.  Hrafnhildur er fyrsta íslenska konan sem kemst í undanúrslit á Ólympíuleikum í sundi í tvígang og sú fyrsta til að komast í úrslitasund á Ólympíuleikum þegar hún tryggði sér sjötta sætið í 100 metra bringusundi. Með lokahátíðinni lýkur íþróttaveislu sem staðið hefur síðan að leikarnir voru settir þann 5. ágúst sl.

Ísland átti að þessu sinni keppendur í 4 íþróttagreinum og voru þeir 8 talsins.  Íslandsmet féllu, sigrar unnust, og almennt séð stóðu okkar keppendur sig glæsilega á þessum stóra viðburði.

Hluti hópsins hefur nú þegar yfirgefið Ríó en þeir sem eftir eru fara flestir með flugi á morgun.