Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

05.08.2016

Á leið til Ríó - Lárus L. Blöndal

Á leið til Ríó - Lárus L. BlöndalUndanfarin misseri hafa verið viðburðarík í íslensku íþróttalífi. Góður árangur hefur náðst í mörgum íþróttagreinum og hefur þessi árangur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ísland er smáþjóð með svipaðan fjölda íbúa og hverfi í stórborg. Það telst því til tíðinda þegar slík þjóð gerir sig ítrekað gildandi á stórmótum þar sem þeir bestu kljást. En þessi árangur kemur ekki af sjálfu sér. Að baki liggur mikil vinna hjá íþróttafólkinu sjálfu og einnig þeim sem að þeim standa, foreldrum, íþróttafélögum og sérsamböndum svo einhverjir séu nefndir til. Við skulum ekki gleyma að íþróttahreyfingin er stærsta sjálfboðaliðahreyfing á Íslandi.
Nánar ...
05.08.2016

Ríó 2016 - Fréttir og myndir

Ríó 2016 - Fréttir og myndirÞað er margt skemmtilegt að gerast hjá íslenska hópnum á Ólympíuleikunum í Ríó, alveg frá því fyrstu þátttakendur mættu á svæðið. Hægt er að fylgjast með fréttum hér á síðunni en einnig skoða myndir á myndasíðu ÍSÍ.​ Myndasíðan er uppfærð reglulega á meðan á leikunum stendur.
Nánar ...
05.08.2016

Nýjar íþróttagreinar í Tókýó 2020

Nýjar íþróttagreinar í Tókýó 2020Í gær samþykkti Alþjóðaólympíunefndin að keppt yrði í fimm nýjum íþróttagreinum á næstu Ólympíuleikum sem haldnir verða í Tókýó 2020. Það eru íþróttagreinarnar karate, hafnabolti, klifur, hjólabretti og brimbretti. Á Ólympíuleikunum 2016, sem verða settir formlega í kvöld í Ríó, er keppt í 28 greinum. Íþróttagreinarnar á Ólympíuleikunum eru því orðnar 33 því um hreina viðbót er að ræða.
Nánar ...
04.08.2016

Reykjavíkurmaraþon - Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar

Reykjavíkurmaraþon - Minningarsjóður Ólafs E. RafnssonarReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 20. ágúst. Góðgerðarhlaupurum er bent á síður góðgerðafélaganna á www.hlaupastyrkur.is Minningarsjóður var stofnaður árið 2013 til minningar um Ólaf E. Rafnsson sem lést langt fyrir aldur fram en þá var hann starfandi forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe. Allur ágóði sem safnast til sjóðsins verður notaður í þágu íþróttahreyfingarinnar í minningu Ólafs og hans mikla og óeigingjarna starfs innan hennar.
Nánar ...
03.08.2016

Ríó 2016 - Guðni Valur og Pétur spenntir

Ríó 2016 - Guðni Valur og Pétur spenntirGuðni Valur Guðnason kringlukastari og Pétur Guðmundsson þjálfari hans komu í heimsókn í ÍSÍ í morgun til þess að sækja föt og skó. Þeir leggja af stað til Ríó í fyrramálið. Þeir eru mjög spenntir fyrir því að mæta í ólympíuþorpið og skoða aðstæður. Guðni Valur keppir þann 12. ágúst
Nánar ...