Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

23.05.2013

Líf og fjör á skrifstofu ÍSÍ

Það var líf og fjör á skrifstofu ÍSÍ í gær þegar börn af Leikskólanum Lyngheimum í Grafarvogi komu í heimsókn. Þau skoðuðu verðlaunagrip Íþróttamanns ársins og fengu að prófa að sitja við fundarborð framkvæmdastjórnar ÍSÍ og nota fundarbjölluna. Þau voru einnig svo elskuleg að syngja fyrir starfsfólk ÍSÍ lagið „Ég syng”, sem Unnur Eggertsdóttir flutti í íslensku undankeppninni fyrir Eurovision. Hress og skemmtilegur hópur þarna á ferðinni!
Nánar ...
22.05.2013

Smáþjóðaleikar 2015 á Íslandi kynntir

Smáþjóðaleikar 2015 á Íslandi kynntir16. Smáþjóðaleikarnir fara fram í Reykjavík dagana 1. til 6. júní 2015. Smáþjóðaleikar voru fyrst haldnir í San Marinó árið 1985 og hafa einu sinni áður verið haldnir á Íslandi en það var árið 1997. Alls taka 9 þjóðir þátt í Smáþjóðaleikum en auk Íslands eru það Luxemborg, Andorra, Malta, Liechtenstein, San Marino, Kýpur, Mónakó og Svartfjallaland.
Nánar ...
22.05.2013

Fjölmennur hópur þátttakenda á Smáþjóðaleika í Luxembourg

Fjölmennur hópur þátttakenda á Smáþjóðaleika í LuxembourgMánudaginn 27. maí verða 15. Smáþjóðaleikar Evrópu settir í Luxembourg. Ísland sendir þátttakendur á leikana sem munu keppa í öllum þeim 11 íþróttagreinum sem eru á dagskrá. Er fjöldi þátttakenda frá Íslandi 125 íþróttamenn, 47 þjálfarar/liðsstjórar/fagteymi og fararstjórn, 9 dómarar auk fjölmiðla og gesta.
Nánar ...
16.05.2013

Ágætt ársþing UÍF

Ágætt ársþing UÍF4. ársþing UÍF fór fram á Hóli, Siglufirði, þann 15. maí. Alls voru mættir 26 þingfulltrúar af 39 sem höfðu seturétt á þinginu. Þetta var kröftugt og starfsamt þing undir traustri stjórn Gísla Rúnars Gylfasonar þingforseta og Brynju Hafsteinsdóttur ritara þingsins. Töluverðar umræður voru um þá áhersluþætti sem framundan eru hjá sambandinu s.s. fyrirmyndarfélög og fjölþættan íþróttaskóla.
Nánar ...
16.05.2013

Fræðslufundur í Reykjavík

Hjólað í vinnuna rúllar vel af stað í ár. Um 600 vinnustaðir hafa skráð tæp 7000 þátttakendur til leiks. Enn er hægt að skrá vinnustaði, lið og liðsmenn til leiks á hjoladivinnuna.is ÍSÍ og Hjólafærni bjóða uppá fræðslu um umferðaröryggi og viðhald á hjólum í dag, fimmtudaginn 16. maí í íþróttamiðstöðinni í Laugardal kl: 17:00 – 18:00. Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Nánar ...
08.05.2013

Góður fundur með UMSB um fyrirmyndarfélög

Góður fundur með UMSB um fyrirmyndarfélögStjórn UMSB og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri áttu góðan fund í Borgarnesi í gær í tengslum við nýsamþykkta framtíðarstefnu ungmennasambandsins. Stefnan inniheldur m.a. samþykkt um að öll aðildarfélög UMSB verði orðin fyrirmyndarfélög ÍSÍ árið 2015. UMSB hefur auk þess velt upp þeim möguleika að sambandið geti orðið fyrirmyndarsamband ÍSÍ. Þessi mál fengu mikla umræðu á fundinum og ákveðið var að vinna áfram að þeim á næstu misserum.
Nánar ...
08.05.2013

Hjólað í vinnuna var ræst í morgun

Hjólað í vinnuna var ræst í morgunHjólað í vinnuna rúllaði af stað í morgun. Þátttakendum var boðið að hjóla við í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp, en á mælendaskrá voru: Hafsteinn Pálsson, formaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ, Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, Eva Einarsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur, Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, Árni Davíðsson, formaður Landssamtaka hjólreiðarmanna. Að ávörpum loknum hjóluðu gestir og þátttakendur átakið formlega af stað.
Nánar ...
07.05.2013

Opnunarhátíð Hjólað í vinnuna

Opnunarhátíð Hjólað í vinnuna fer fram miðvikudaginn 8. maí 2013 frá 8:30 - 9:00 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Þátttakendur eru hvattir til að hjóla við, þiggja ljúffengt bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg hvatningarávörp. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, Eva Einarsdóttir, formaður
Nánar ...
06.05.2013

Aðalbjörg sæmd Silfurmerki ÍSÍ

Aðalbjörg sæmd Silfurmerki ÍSÍÁrsþing Héraðssambands Strandamanna var haldið í Sævangi 30. apríl síðastliðinn. 23 fulltrúar mættu frá 7 af 8 aðildarfélögum HSS á þingið. Aðalbjörg Óskardóttir hætti í stjórn eftir stjórnarsetu frá árinu 2004. Gunnlaugur Júlíusson, sem sótti fundinn fyrir hönd ÍSÍ, sæmdi Aðalbjörgu Silfurmerki ÍSÍ fyrir vel unnin störf í hreyfingunni.
Nánar ...
06.05.2013

Frá þingi ÍBH

Frá þingi ÍBH48. þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 27. apríl sl. í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu. Fimmtíu þingfulltrúar frá 15 aðildarfélögum ÍBH sátu þingið ásamt gestum. Þingið var að mestu rafrænt og er þetta í fyrsta skipti sem það er reynt. Stjórn ÍBH er skipuð fulltrúum frá hverju aðildarfélagi bandalagsins og eru þau orðin sautján talsins.
Nánar ...
06.05.2013

Þorgerður Laufey endurkjörin formaður Fimleikasambandsins

Þorgerður Laufey endurkjörin formaður FimleikasambandsinsÁrsþing Fimleikasambands Íslands var haldið í ráðstefnusölum ÍSÍ í Laugardal laugardaginn 4. maí. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir var endurkjörinn formaður sambandsins. Í stjórn FSÍ voru kjörin þau Arnar Ólafsson, Einar Ólafsson, Jósep Húnfjōrð og Guðrún Dóra Harðardóttir. Í varastjórn voru kjörin Guðrún Vaka Sigurðardóttir, Krístin Ívarsdóttir, Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir og Hlín Bjarnadóttir.
Nánar ...
06.05.2013

Nýr formaður kjörinn hjá HSÍ

Nýr formaður kjörinn hjá HSÍ56. ársþing HSÍ var haldið 30. apríl 2013 og gengu þingstörf vel fyrir sig. Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþinginu. Þær breytingar sem lagðar voru fram og samþykktar lúta að orðalagi um fjölgun í deild og mun framvegis fjölga í efstu deild miðað við 18 lið og árs aðlögun. Það þýðir að fjölgun mun eiga sér stað ári eftir að fjölda er náð.
Nánar ...