Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
3

Ágætt ársþing UÍF

16.05.2013

4. ársþing UÍF fór fram á Hóli, Siglufirði, þann 15. maí.  Alls voru mættir 26 þingfulltrúar af 39 sem höfðu seturétt á þinginu.  Þetta var kröftugt og starfsamt þing undir traustri stjórn Gísla Rúnars Gylfasonar þingforseta og Brynju Hafsteinsdóttur ritara þingsins. Töluverðar umræður voru um þá áhersluþætti sem framundan eru hjá sambandinu s.s. fyrirmyndarfélög og fjölþættan íþróttaskóla.  Fyrir liggur samþykkt ársþings UÍF frá 2012 um að öll aðildarfélög sambandsins verði orðin fyrirmyndarfélög árið 2015.  Guðný Helgadóttir var endurkjörin formaður UÍF og þau Þórarinn Hannesson og Júlía Gunnlaugsdóttir Poulsen voru kosin ný í stjórn til tveggja àra.  Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Friðrik Einarsson úr framkvæmdastjórn og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.