Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

Nýr formaður kjörinn hjá HSÍ

06.05.2013

56. ársþing HSÍ var haldið 30. apríl síðastliðinn og gengu þingstörf vel fyrir sig.
Litlar breytingar voru gerðar á lögum sambandsins á ársþinginu. Þær breytingar sem lagðar voru fram og samþykktar lúta að orðalagi um fjölgun í deild  og mun framvegis fjölga í efstu deild miðað við 18 lið og árs aðlögun.  Það þýðir að fjölgun mun eiga sér stað ári eftir að fjölda er náð.
Velta sambandsins á árinu var 223.954.599.- og tap ársins 3.599.916.- . Þess má geta að eigið fé sambandsins er jákvætt um 17.481.736.-
Knútur Hauksson gaf ekki áfram kost á sér í formannsembættið og var Guðmundur B. Ólafsson kjörinn formaður sambandsins.
Kosið var um 4 stjórnarmenn til tveggja ára og voru kjörin þau Ásta Óskarsdóttir, Davíð B. Gíslason, Vigfús Þorsteinsson og Þorgeir Jónsson.
Kosið var um 3 varamenn til eins árs voru þau Hannes Karlsson, Ragnheiður Traustadóttir og Þorgeir Haraldsson kjörin. 

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ sæmdi Knút Hauksson, fráfarandi formann HSÍ, Gullmerki ÍSÍ við þetta tilefni.