Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

13.03.2013

Guðríður áfram formaður HSK

Guðríður áfram formaður HSKÁrsþing Héraðssambandsins Skarphéðins var haldið í Aratungu laugardaginn 9. mars síðastliðinn. Um 100 manns mættu til þings og var þingið starfssamt. Alls voru samþykktar 23 tillögur á þinginu.
Nánar ...
11.03.2013

Golfklúbbur Suðurnesja fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Golfklúbbur Suðurnesja fyrirmyndarfélag ÍSÍGolfklúbbur Suðurnesja fékk endurnýjun viðurkenningar klúbbsins sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ fimmtudaginn 7. mars síðastliðinn í inniaðstöðu félagsins að Hafnargötu 2 í Keflavík. Viðurkenningin gildir til fjögurra ára en þá þarf að sækja um endurnýjun hennar á nýjan leik. Það var Sigríður Jónsdóttir formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti þeim Gunnari Jóhannssyni framkvæmdastjóra golfklúbbsins og inga Rúnari íþróttastjóra viðurkenninguna.
Nánar ...
11.03.2013

Starfsamt ársþing HSÞ

Ársþing HSÞ val haldið á Grenivík þann 10. mars síðastliðinn. Þingið var starfsamt og fjöldi tillagna var afgreiddur úr nefndum að mestu án breytinga og samþykktur af þingheimi. Jóhanna Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins og Signý Stefánsdóttir akstursíþróttakona var kjörinn íþróttamaður HSÞ.
Nánar ...
07.03.2013

Skil á starfsskýrslum

Sambandsaðilar ÍSÍ, íþrótta- og ungmennafélög og deildir þeirra eru minnt á að skilafrestur á starfsskýrslum til ÍSÍ rennur út eftir rúman mánuð, 15. apríl nk. ÍSÍ hvetur alla viðkmandi til að ljúka skilum sem fyrst í gegnum Felix, skráningarkerfi ÍSÍ og UMFÍ.
Nánar ...
06.03.2013

Málþingi frestað

Fyrirhuguðu málþingi um baráttu gegn hagræðingu úrslita í íþróttum, sem átti að fara fram í dag miðvikudaginn 6. mars, hefur verið frestað vegna veðurs. Ný tímasetning verður auglýst síðar.
Nánar ...
04.03.2013

Margrét Björnsdóttir heiðruð á ársþingi UMSK

Margrét Björnsdóttir heiðruð á ársþingi UMSK89. ársþing UMSK var haldið í Félagsheimili Seltjarnarness 28. febrúar sl. Fulltrúar frá 21 aðildarfélagi mættu á þingið en aðildarfélög UMSK eru samtals 43. Innganga fjögurra nýrra félaga var staðfest á þinginu en það eru Knattspyrnufélagið Stígandi, Knatspyrnufélagið Vatnaliljur, Bogfimifélagið Boginn og Hestamannafélagið Sprettur.
Nánar ...
04.03.2013

Ársþing USAH

Ársþing USAHÁrsþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga fór fram í gær, 3. mars. Mikið og gott starf unnið hjá sambandinu og aðildarfélögum nú á afmælisári sambandsins en þann 30. mars 2012 voru liðin 100 ár frá stofnun þess.
Nánar ...
04.03.2013

Eftirlit með fæðubótarefnum

Eftir að fæðubótarefni voru skilgreind sem matvæli tók Matvælastofnun við eftirliti með innflutningi fæðubótarefna. Á markaði fara heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga með eftirlit og Matvælastofnun samræmir eftirlitið.
Nánar ...