Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

30.10.2013

100 dagar í Vetrarólympíuleika

100 dagar í VetrarólympíuleikaÍ dag 30. október 2013 eru 100 dagar í að Vetrarólympíuleikarnir í Sochi verða settir. Það má því með réttu segja að lokaundirbúningur sé hafinn, en þessa dagana eru íþróttamenn að vinna að því að ná tilsettum árangri til að tryggja sér keppnisrétt á leikunum.
Nánar ...
29.10.2013

Framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins

Framhaldsskólakeppni LífshlaupsinsFramhaldsskólakeppni Lífshlaupsins fór fram dagana 3. - 16. október í annað sinn. Verðlaunaafhending var síðastliðinn föstudag eða 25. október. Hafsteinn Pálsson, formaður almeningsíþróttasviðs og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, nefndarmaður almenningsíþróttasviðs ÍSÍ afhentu verðlaunin.
Nánar ...
23.10.2013

Nýr bæklingur um eineltismál

Út er kominn nýr bæklingur um eineltismál sem er sérstaklega ætlaður íþróttahreyfingunni. Um er að ræða aðgerðaráætlun gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun og er bæklingurinn byggður á gögnum frá Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðingi og gefinn út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Nánar ...
22.10.2013

Bilun í Felix

Vegna bilunar liggur Felix, félagakerfi UMFÍ og ÍSÍ, niðri. Unnið er að viðgerð sem vonandi klárast í dag (þriðjudag) og því ætti kerfið að vera komið í eðlilega virkni á morgun. Beðist er velvirðingar á þessu.
Nánar ...
21.10.2013

U15 landslið drengja í knattspyrnu á leið á Ólympíuleika ungmenna 2014

Íslenska U15 landslið drengja í knattspyrnu tryggði sér í dag sæti á Ólympíuleika ungmenna 2014 með því að bera sigurorð af Moldavíu í úrslitaleik fjögurra liða móts þar sem keppt var um eina sæti Evrópu á leikunum. Leikurinn fór 3-1 en staðan í hálfleik var 2-0. Hilmar Andrew McShane, Kristófer Ingi Kristinsson og Áki Sölvason skoruðu mörk íslenska liðsins í dag. Sex þjóðir munu keppa í knattspyrnu drengja á Ólympíuleikum ungmenna, ein frá hverri heimsálfu.
Nánar ...
21.10.2013

Að Göngum í skólann 2013 loknu

Að Göngum í skólann 2013 loknuGöngum í skólann verkefninu lauk formlega hér á landi á Alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 2. október s.l. Markmið verkefnisins eru að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ferðast með virkum og öruggum hætti í skólann.
Nánar ...
21.10.2013

Vika 43 - Vímuvarnavikan

Samtakamáttur í forvörnum - fyrir okkur öll! Vika 43, Vímuvarnavikan, er árlegt samstarfsverkefni um forvarnir sem fjölmörg íslensk félagasamtök hafa staðið að frá árinu 2004. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur verið virkur þátttakandi frá upphafi þess. Í Viku 43 hefur verið vakin athygli á ýmsum hliðum forvarna, en sjónum einkum verið beint að foreldrum og öðrum uppalendum og vakin athygli á því fjölbreytta forvarnastarfi sem félagasamtök landsins standa að. Í ár er vika 43 frá 21. - 28. október.
Nánar ...
19.10.2013

Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014

Á næsta ári fara fram Ólympíuleikar ungmenna í borginni Nanjing í Kína. U15 ára landslið drengja í knattspyrnu tekur um helgina þátt í fjögurra liða móta þar sem keppt er um eina sæti Evrópu á leikunum á næsta ári. Í dag, laugardaginn 19. október, lagði liðið Finna 2-0 í undanúrslitum mótsins og leikur því úrslitaleik á mánudag við lið Armena eða Moldóva. Glæsilegur árangur hjá þessu yngsta landsliði okkar í knattspyrnu.
Nánar ...
18.10.2013

Vel sótt ráðstefna um farsæla öldrun

Vel sótt ráðstefna um farsæla öldrunRáðstefnan Farsæl öldrun sem fram fór í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær var vel sótt, en um 130 manns hlýddu á erindin. Ráðstefnan var samstarfsverkefni menntavísindasviðs HÍ og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og
Nánar ...
10.10.2013

Ráðstefna um velferð eldri einstaklinga í íslensku samfélagi

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir ráðstefnu um velferð eldri einstaklinga í íslensku samfélagi í samstarfi við Háskóla Íslands. Ráðstefnan, Farsæl öldrun, verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands fimmtudaginn 17. október. Meðal fyrirlesara verða Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar og prófessor við Heilbrigðisvísindasvið HÍ, Hermann Sigtryggsson, formaður nefndar um íþróttir 60+ á vegum íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir við LSH, Janus Guðlaugsson, lektor við Menntavísindasvið HÍ, Svanhildur Þengilsdóttir, yfirmaður þjónustudeildar aldraðra í Kópavogi, Anna Sigríður Ólafsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ, Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent við Félagsvísindasvið HÍ, Gylfi Magnússon, dósent við Félagsvísindasvið HÍ og Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þátttaka er án endurgjalds. Skráning á www.skraning@isi. fyrir þriðjudaginn 15. október. Nánari dagskrá má finna hér.
Nánar ...
10.10.2013

Fjarnám 2. stigs hefst 14. október!

Haustfjarnám 2. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst mánudaginn 14. október næstkomandi. Enn eru laus pláss í námið og um að gera að bregðast skjótt við. Skráning er á namskeid@isi.is eða í síma 514-4000. Námskeiðsgjald er kr. 18.000.- Minnt er á 20% afslátt sem veittur er þeim þátttakendum sem koma frá íþróttafélögum/deildum sem hafa viðurkenningu frá ÍSÍ sem fyrirmyndarfélög/-deildir. Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri á vidar@isi.is og í síma 460-1467.
Nánar ...
09.10.2013

Forseti ÍSÍ heimsótti skóla á Forvarnardaginn

Forseti ÍSÍ heimsótti skóla á ForvarnardaginnForvarnardagurinn 2013 var haldinn 9. október að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík með stuðning Actavis.
Nánar ...