Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15.04.2023 - 15.04.2023

Ársþing ÍF 2023

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
15.04.2023 - 15.04.2023

Ársþing BLÍ 2023

Ársþing Blaksambands Íslands verður haldið í...
31

Ólympíuleikar ungmenna - Nanjing 2014

19.10.2013

Á næsta ári fara fram Ólympíuleikar ungmenna í borginni Nanjing í Kína.  U15 ára landslið drengja í knattspyrnu tekur um helgina þátt í fjögurra liða móta þar sem keppt er um eina sæti Evrópu á leikunum á næsta ári. 

Í dag, laugardaginn 19. október, lagði liðið Finna 2-0 í undanúrslitum mótsins og leikur því úrslitaleik á mánudag við lið Armena eða Moldóva.  Glæsilegur árangur hjá þessu yngsta landsliði okkar í knattspyrnu.

Á fyrstu leikunum sem fóru fram í Singapore 2010 átti Ísland sex keppendur í sundi en það mun koma í ljós á vormánuðum 2014 hvaða einstaklingsgreinar tryggja sér keppnisrétt á leikana.