Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
2

19.02.2020

Merki Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021

Merki Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021Nýlega birti skipulagsnefnd Smáþjóðaleikanna í Andorra 2021 merki leikanna, sem munu fara fram í maí/júní 2021. Mun þetta vera í þriðja sinn sem Andorra heldur Smáþjóðaleika, en leikarnir fóru fram í Andorra árin 1991 og 2005. Keppnisgreinar á leikunum eru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, körfuknattleikur, blak, strandblak, hjólreiðar, fimleikar, boules, karate og taekwondo.
Nánar ...
18.02.2020

Síðasti dagur í grunn- og framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins

Síðasti dagur í grunn- og framhaldsskólakeppni LífshlaupsinsÍ dag er síðasti keppnisdagur í grunn- og framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins. Nú er því tíminn fyrir nemendur á öllum stigum að ljúka sínum lokaspretti í Lífshlaupinu. ÍSÍ brýnir einnig fyrir öllum sem annast skráningar á hreyfingu að ljúka sínum innskráningarverkum sem fyrst þannig að engin hreyfing verði skilin eftir óskráð ef skólar eru t.d. í vetrarfríi.
Nánar ...
18.02.2020

Langar þig til Grikklands?

Langar þig til Grikklands?Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir einum þátttakanda til að vera fulltrúi ÍSÍ á námskeiði Alþjóðaólympíuakademíunnar (IOA) sem fram fer 23. maí til 3. júní bæði í Aþenu og í Ólympíu. Þemað í ár er ólympismi og húmanismi. Fræðslan fer fram í fyrirlestrum, hópavinnu, fræðsluferðum og með íþróttaþátttöku. Á hverju sumri býður IOA ungum þátttakendum á aldrinum 20-35 ára að taka þátt í tveggja vikna námskeiði þar sem þau fá fræðslu um ólympismann og Ólympíuhreyfinguna.
Nánar ...
13.02.2020

ÍSÍ lokað á morgun

ÍSÍ lokað á morgunAppelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út í öllum landshlutum á morgun, föstudaginn 14. febrúar. ÍSÍ verður lokað á morgun, en hægt verður að ná í starfsfólk ÍSÍ í gsm síma þeirra, sjá hér.
Nánar ...
12.02.2020

Uppljóstrunarkerfi Lyfjaeftirlits Íslands

Uppljóstrunarkerfi Lyfjaeftirlits ÍslandsLyfjaeftirlit Íslands hefur tekið í notkun uppljóstrunarkerfi (e. whistleblower solution) til þess að stuðla betur að heiðarlegu og öruggu keppnis- og æfingaumhverfi í íþróttum. Kerfið er eingöngu ætlað til þess að tilkynna um möguleg brot á lyfjareglum í íþróttum, skv. Lögum ÍSÍ um lyfjamál og Alþjóðalyfjareglunum. Það felur í sér m.a.:
Nánar ...
11.02.2020

Íshokkí - Global Girls Game 2020

Íshokkí - Global Girls Game 2020Þann 9. febrúar sl. fór fram viðburður sem nefnist Global Girls Game í Skautahöllinni í Laugardal og var á vegum íshokkídeildar Skautafélags Reykjavíkur (SR). Global Girls Game er alþjóðlegur íshokkíleikur kvenna, spilaður í 34 löndum um allan heim sömu helgina. Bláir keppa á móti hvítum, stigin eru tekin saman og birt jafnóðum á vef Alþjóða íshokkísambandsins. Markmiðið með viðburðunum um heim allan er að vekja athygli á íshokkí kvenna. Frú Eliza Reid forsetafrú opnaði leikana með því að kasta viðhafnarpökki við upphaf leiksins.
Nánar ...
10.02.2020

Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Fyrirmyndardeild ÍSÍFrjálsíþróttadeild Ungmennafélags Selfoss fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ fimmtudaginn 6. febrúar síðastliðinn. Það var Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem afhenti Helga Sigurði Haraldssyni viðurkenninguna á aðalfundi deildarinnar í Tíbrá á Selfossi. Helgi Sigurður hefur verið formaður deildarinnar í 22 ár og þar með öll árin sem deildin hefur verið Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða frá árinu 2009. Á myndinni eru þau Ragnhildur og Helgi Sigurður.
Nánar ...
10.02.2020

Æfing hugans - Ólympíustöðin

Æfing hugans - ÓlympíustöðinÁ Ólympíustöðinni og í smáforriti Ólympíustöðvarinnar má nú finna ráðleggingar frá Ólympíuförum um markmiðasetningu, núvitund, ímyndunarþjálfun og fleira sem allir geta nýtt sér. Afreksíþróttafólk og Ólympíufarar deila sinni reynslu, t.d. um það hvernig yfirstíga á pressu, í myndböndum, viðtölum, greinum o.fl.
Nánar ...