Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
16

33. Karateþing fór fram um helgina

17.02.2020

33. Karateþing fór fram 16. febrúar sl. í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal. 20 þingfulltrúar frá 7 aðildarfélögum sóttu þingið. Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og ávarpaði það. Færði hann kveðjur frá framkvæmdastjórn ÍSÍ og forseta ÍSÍ og óskaði þingheim velfarnaðar í þingstörfum.

Helgi Jóhannesson var heiðraður með gullmerki KAÍ fyrir framlag hans til karateíþróttarinnar og störf hans að dómgæslu, en hann á um þessar mundir 20 ára afmæli sem Evrópudómari í karate. Nokkur umræða var um framkomu þjálfara á mótum, skort á réttindadómurum og viðvarandi skort á starfsmönnum frá karatefélögunum á mótum á vegum sambandsins. Uppfærð Afreksstefna til fjögurra ára var einnig samþykkt.
Reinharð Reinharðsson var endurkjörinn formaður sambandsins og einn nýr stjórnarmaður var kosinn í aðalstjórn, Rut Guðbrandsdóttir. Tveir nýir varamenn voru kostnir í stjórn, þeir Hafþór Sæmundsson og Sigþór Samúelsson.

Á myndunum má sjá Helga Jóhannesson og Reinharð formann KAÍ og nýja stjórn Karatesambandsins: Hafþór, Magnea, Rut, María, Reinharð, Ævar og Sigþór. Á myndina vantar Elías Guðna Guðnason.

Myndir með frétt