Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12

13.01.2016

Stjarnan fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Stjarnan fyrirmyndarfélag ÍSÍUmf. Stjarnan í Garðabæ fékk endurnýjun fyrir deildir sínar sem fyrirmyndardeildir ÍSÍ á viðburði þegar íþróttamaður Garðabæjar var kjörinn sunnudaginn 10. janúar síðastliðinn. Það var Sigríður Jónsdóttir ritari ÍSÍ og formaður Þróunar- og fræðslusviðs sem afhenti fulltrúum deildanna og aðaðsltjórnar viðurkenningarnar.
Nánar ...
12.01.2016

Eldur Vetrarólympíuleika ungmenna

Eldur Vetrarólympíuleika ungmennaVetrarólympíuleika ungmenna verða haldnir verða í Lillehammer í Noregi 12.-21. febrúar næstkomandi. Eldurinn fyrir leikana er kominn til Alta í Norður-Noregi en hann var tendraður í Aþenu í Grikklandi. Í Alta hefst mánaðarför eldsins um Noreg til Lillehammer en komið verður við í 21 borg og 19 héruðum í Noregi á leiðinni til Lillehammer þar sem tendrun Ólympíueldsins á setningarhátíð leikanna mun marka upphaf þeirra.
Nánar ...
11.01.2016

Síðasti skiladagur umsókna í Ferðasjóð íþróttafélaga

Frestur til að skila inn umsóknum í Ferðasjóð íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2015 á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót rennur út á miðnætti í dag, 11. janúar 2016. Ekki verður tekið við umsóknum eftir að skilafrestur rennur út. ​Gert er ráð fyrir að styrkir verði greiddir út í febrúar en 82 milljónir króna eru til úthlutunar úr sjóðnum að þessu sinni.
Nánar ...
11.01.2016

KA fyrirmyndarfélag ÍSÍ

KA fyrirmyndarfélag ÍSÍKnattspyrnufélag Akureyrar fékk endurnýjun viðurkenninga þriggja deilda sinna sem fyrirmyndardeilda á afmælishátíð félagins sem haldin var sunnudaginn 10. janúar síðastliðinn.
Nánar ...
05.01.2016

Opnað hefur verið fyrir skil á starfsskýrslum í Felix

Opnað hefur verið fyrir árleg starfskýrsluskil í Felix - félagakerfi íþróttahreyfingarinnar. Samkvæmt 8. grein í lögum ÍSÍ skulu allir sambandsaðilar, íþróttafélög, íþróttahéruð og sérsambönd skila skýrslu inn eigi síðar en 15. apríl ár hvert.
Nánar ...
05.01.2016

Völsungur fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Völsungur fyrirmyndarfélag ÍSÍÍþróttafélagið Völsungur á Húsavík fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ á viðburðinum "Íþróttafólk Völsungs" sem félagið var með á Húsavík 29. desember síðastliðinn.
Nánar ...