Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
11

Skautafélag Akureyrar fyrirmyndarfélag ÍSÍ

05.01.2016Skautafélag Akureyrar fékk endurnýjun viðurkenningar sinnar sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ 30. desember síðastliðinn á áramótamóti Krulludeildar félagsins.  Félagið fékk viðurkenningar fyrir allar deildir félagsins, íshokkídeild, listhlaupadeild og krulludeild.  Það var Viðar Sigurjónsson Skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formanni og fulltrúum deilda viðurkenningarnar á skautasvellinu í Skautahöllinni á Akureyri.  Á myndinni eru frá vinstri Jón Benedikt Gíslason, Sigurður Sveinn Sigurðson formaður félagsins, Ólöf Björk Sigurðardóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ólafur Hreinsson og Viðar Sigurjónsson.  Fánaberar eru Sölvi Sigurðsson og Helga Viðarsdóttir.