Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

22.07.2020

Umsóknir vegna sértækra aðgerða

Umsóknir vegna sértækra aðgerðaVinnuhópur sem framkvæmdastjórn ÍSÍ skipaði til að vinna að útfærslum í tengslum við fjárstuðnings ríkisins við íþróttahreyfinguna vegna Covid-19 er að störfum en verið er að vinna úr þeim umsóknum sem bárust til ÍSÍ vegna sértækra aðgerða. ​
Nánar ...
22.07.2020

Hreinlæti við íþróttaiðkun

Hreinlæti við íþróttaiðkunÍþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) vill að gefnu tilefni benda á mikilvægi þess að við höldum áfram að sinna hreinlæti þrátt fyrir að vel gangi í baráttunni við Covid-19.
Nánar ...
13.07.2020

Nikolay heiðraður á ársþingi SKY

Nikolay heiðraður á ársþingi SKYÁrsþing Skylmingasambands Íslands fór fram 8. júlí sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Nikolay Ivanov Mateev var endurkjörinn formaður sambandsins og með honum í stjórn voru kjörin Anna Karlsdóttir, Kristmundur Bergsveinsson, Ólafur Bjarnason og Þorbjörg Ágústsdóttir. Í varastjórn voru kjörin þau Ingibjörg Laufey Guðlaugsdóttir, Jón Þór Backman og Sævar Baldur Lúðvíksson.
Nánar ...
11.07.2020

Dagur í lífi fimleikamanns

Dagur í lífi fimleikamanns​Jón Sigurður Gunnarsson, landsliðsmaður í fimleikum og margfaldur Íslandsmeistari tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ nk. mánudag 13. júlí.
Nánar ...
10.07.2020

Þjónusta samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Þjónusta samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfsSamskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa á vormánuðum eftir að mennta- og menningarmálaráðuneytið setti lög um starfið síðastliðið haust. Samskiptaráðgjafi hefur það markmið að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi barna, ungmenna og fullorðinna. Markmiðið er að allir geti tekið virkan þátt á sínum vettvangi og jafnframt leitað sér aðstoðar eða leitað réttar síns vegna atvika og misgerða sem hafa átt sér stað án þess að óttast afleiðingar. Þjónusta og ráðgjöf samskiptaráðgjafa stendur öllum þeim til boða sem tilheyra skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi á landinu. Til samskiptaráðgjafa er hægt að leita með mál er varða andlegt-, líkamlegt- og kynferðislegt ofbeldi og áreitni, einelti og önnur sambærileg tilvik sem hafa komið upp á vettvangi íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Einnig mun samskiptaráðgjafi koma á samræmdum viðbragðsáætlunum á landsvísu í þessum málaflokkum.​
Nánar ...
08.07.2020

Ungur sendiherra Vuokatti 2021

Ungur sendiherra Vuokatti 2021Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir umsækjendum á aldrinum 18-25 ára sem vilja gerast ungir sendiherrar í tengslum við Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Vuokatti í Finnlandi 6.-13. febrúar 2021.
Nánar ...
07.07.2020

Tímaritið Hvati orðið að veftímariti

Tímaritið Hvati orðið að veftímaritiÍþróttasamband fatlaðra (ÍF) hefur í meira en 30 ár gefið út fréttablaðið Hvata tvisvar á ári þar sem fjallað hefur verið um allt það helsta í íþróttastarfi fatlaðra á Íslandi í máli og myndum.
Nánar ...
03.07.2020

Fjöldatakmörk á samkomum óbreytt til 26. júlí

Fjöldatakmörk á samkomum  óbreytt til 26. júlíHeilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja auglýsingu um takmörkun á samkomum óbreytta um þrjár vikur, þ.e. til 26. júlí. Fjöldatakmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns.
Nánar ...