Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
15

Dagur í lífi fimleikamanns

11.07.2020

Jón Sigurður Gunnarsson, landsliðsmaður í fimleikum og margfaldur Íslandsmeistari tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ nk. mánudag 13. júlí.

Jón, eða Nonni eins og hann er alltaf kallaður, hefur stundað fimleika í 22 ár með Ármanni og verið í landsliði Íslands í áratug. Hann er margfaldur Íslandsmeistari á einstökum áhöldum og var Íslandsmeistari í fjölþraut 2016. Auk þess hefur hann náð góðum árangri á Norðurlandamótum síðustu ára og unnið til silfurverðlauna á hringjum. Árið 2013 varð hann Íslandsmeistari í kraftlyftingum í sínum þyngdarflokki og setti þá Íslandsmet í bekkpressu sem stendur enn.
Nonni er líka sirkuslistamaður sem sérhæfir sig í handstöðulist, akróbatík og loftfimleikum. Hann er einn af meðlimum sirkuslistafélagsins Hringleiks en síðustu sex ár hefur hann sýnt listir sínar með Sirkus Íslands að hálfu ári undanskildu þegar hann bjó á Nýja Sjálandi og sýndi þá með Circus Aotearoa. Nonna er margt til lista lagt og verður spennandi að sjá hvernig dagur í lífi þessa glæsilega íþróttamanns er.

Instagram ÍSÍ má sjá hér.