Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

29.05.2019

Ósigur í blaki karla í dag

Ósigur í blaki karla í dagÍslenska karlalandsliðið í blaki keppti við San Marínó á Smáþjóðaleikunum í dag. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Hafsteini og Kristjáni Valdimarssonum á miðjunum, Theódóri Óskari Þorvaldssyni og Ævari Frey Birgissyni á köntunum, Bjarka Benediktssyni í díó, Mána Matthíassyni í uppspil og Ragnari Inga Axelssyni í stöðu frelsingja.
Nánar ...
29.05.2019

Enn gert hlé á tenniskeppninni

Enn gert hlé á tenniskeppninniKeppni í tennis átti að hefjast í gær, en vegna mikillar rigningar var keppni frestað. Í dag rigndi einnig og var brugðið á það ráð að þurrka vellina með svömpum. Aðstæður voru metnar reglulega yfir daginn, en seinnipartinn þótti skipuleggjendum í lagi að hefja tenniskeppnina. Rafn Kumar keppti á móti Alex Knaff frá Lúxemborg, en honum var raðað nr.2 í mótið. Rafn spilaði vel, en Knaff meiddist í leiknum og varð því að gefa leikinn. Rafn er því kominn áfram í 8 liða úrslit.
Nánar ...
29.05.2019

Blakstelpurnar unnu með yfirburðum

Blakstelpurnar unnu með yfirburðumÍslenska kvennalandsliðið í blaki mætti San Marínó í dag á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi. Byrjunarlið Íslands var skipað þeim Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur og Helenu Kristínu Gunnarsdóttur á köntunum, Unni Árnadóttur og Gígju Guðnadóttur á miðjunum, Ana Maria Vidal Bouza í uppsil, Thelmu Dögg Grétarsdóttur í díó og Kristinu Apostolovu í stöðu frelsingja.
Nánar ...
29.05.2019

Keppni lokið í liðakeppni í borðtennis

Keppni lokið í liðakeppni í borðtennisLiðakeppni í borðtennis hélt áfram í dag. Íslenska kvennalandsliðið mætti heimakonum frá Svartfjallalandi í síðasta leik riðlakeppninnar, en eftir 3-0 tap gegn þeim er ljóst að landsliðið komst ekki upp úr riðli sínum og er því úr leik.
Nánar ...
29.05.2019

Fagteymi Íslands á Smáþjóðaleikunum

Fagteymi Íslands á SmáþjóðaleikunumSmáþjóðaleikarnir fara fram um þessar mundir. Nokkrir valinkunnir aðilar annast heilbrigðisþjónustu við íslenska hópinn. Það eru þau Örnólfur Valdimarsson læknir, Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og sjúkraþjálfararnir Unnur Sædís Jónsdóttir, Mundína Ásdís Kristinsdóttir, Sigurður Örn Gunnarsson, Halldór Fannar Júlíusson, Jóhannes Már Marteinsson og Sædís Magnúsdóttir.
Nánar ...
29.05.2019

6. bekkur úr Fossvogsskóla í heimsókn hjá ÍSÍ

6. bekkur úr Fossvogsskóla í heimsókn hjá ÍSÍÍ morgun kom 6. bekkur úr Fossvogsskóla í heimsókn til ÍSÍ og fékk fræðslu um ÍSÍ og um Ólympíuhreyfinguna. Þau Dominiqua Alma Belányi fimleikakona og Þormóður Árni Jónsson margfaldur Ólympíufari í júdó heilsuðu upp á hópinn og svöruðu spurningum áhugasamra nemenda um íþróttaferilinn og líf afreksíþróttamannsins.
Nánar ...
29.05.2019

Góður stuðningur frá foreldrum keppenda

Góður stuðningur frá foreldrum keppendaHér á Smáþjóðaleikunum er nokkur hópur foreldra og annarra ættingja sem kominn er hingað til Svartfjallalands til að fylgjast með sínu fólki á leikunum og styðja íslenska hópinn í keppni.
Nánar ...
29.05.2019

Keppni í frjálsíþróttum hefst á eftir

Keppni í frjálsíþróttum hefst á eftirKeppni í frjálsíþróttum á Smáþjóðaleikunum hefst á eftir. Fyrsta grein hefst klukkan 16:00 og sú síðasta 19:50 að staðartíma. Ísland er tveimur tímum á eftir Svartfjallalandi. Ekki er sýnt beint frá mótinu en á heimasíðu mótsins má fylgjast með úrslitum jafnóðum. Hana má finna hér. Alls keppa 12 Íslendingar á fyrsta keppnisdegi.
Nánar ...
29.05.2019

Íslenski hópurinn í fatnaði frá Peak

Íslenski hópurinn í fatnaði frá PeakÍSÍ hefur undanfarin ár samið við kínverska fataframleiðandann Peak um fatnað og búnað fyrir sitt keppnisfólk. Íslensku þátttakendurnir á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi fengu fyrir brottför frá Íslandi veglegan bakpoka frá ÍSÍ ásamt sérmerktum Peak fatnaði sem þeir þurfa að klæðast við ákveðin tækifæri í ferðinni eins og til dæmis við setningarhátíð leikanna.
Nánar ...
29.05.2019

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍ

Sumarfjarnám - Þjálfaramenntun ÍSÍ Sumarfjarnám 1. og 2. stigs Þjálfaramenntunar ÍSÍ hefst 18. júní nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Nám beggja stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og þátttakendur komið frá fjölda íþróttagreina. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda.
Nánar ...
29.05.2019

Hjólað í vinnuna lokið

Hjólað í vinnuna lokiðSíðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna fór fram í gær. Lokað verður fyrir allar skráningar kl. 12:00 á dag, miðvikudaginn 29. maí.
Nánar ...