Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Íslenski hópurinn í fatnaði frá Peak

29.05.2019

ÍSÍ hefur undanfarin ár samið við kínverska fataframleiðandann Peak um fatnað og búnað fyrir sitt keppnisfólk. Íslensku þátttakendurnir á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi fengu fyrir brottför frá Íslandi veglegan bakpoka frá ÍSÍ ásamt sérmerktum Peak fatnaði sem þeir þurfa að klæðast við ákveðin tækifæri í ferðinni eins og til dæmis við setningarhátíð leikanna.

Í öllum ólympískum verkefnum sem ÍSÍ sendir keppendur til eru gerðar strangar kröfur til merkinga og auglýsinga á fatnaði og því sér ÍSÍ um að útvega ákveðinn grunnfatnað til þátttakenda. Hópurinn frá Íslandi telur að þessu sinni ríflega 180 manns, þar af um 120 keppendur.

Myndir með frétt