Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

27.02.2017

Fyrirlestur Michael Rasmussen á Vimeo

Fyrirlestur Michael Rasmussen á VimeoÞann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Michael Rasmussen var einn af þeim fyrirlesurum sem flutti erindi á ráðstefnunni. Fyrrum Tour de France keppandinn viðurkenndi eftir feril sinn stórfellda lyfjamisnotkun á meðan á ferlinum stóð. Hann keppti á sama tíma og Lance Armstrong og því afar áhugavert að heyra erindi þessa fyrrum hjólreiðamanns.
Nánar ...
27.02.2017

Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál ?

Að stjórna íþróttafélagi - Ekkert mál ?Þessi ráðstefna hefur það að markmiði að efla samstarf háskólasamfélagsins og þeirra aðila sem koma því starfi sem fram fer innan íþróttafélaga og fá fram umræðu um ýmis málefni og álitamál sem varða stjórnun og rekstur þeirra.
Nánar ...
26.02.2017

Gunnar Jóhannesson endurkjörinn formaður ÍS

Gunnar Jóhannesson endurkjörinn formaður ÍSÁrsþing íþróttabandalags Suðurnesja var haldið 23. febrúar í Gjánni í Grindavík kl. 20.05 - 21.30. Þingið sóttu 22 fulltrúar frá átta af þeim níu aðildarfélögum sem skráð eru innan vébanda sambandsins. Gunnar Jóhannesson formaður sambandsins flutti munnlega skýrslu stjórnar og gjaldkeri endurskoðaða reikninga.
Nánar ...
24.02.2017

Herferð til að hindra spillingu í íþróttum

Herferð til að hindra spillingu í íþróttumAlþjóðleg samtök um heilindi í íþróttum ætla að setja af stað herferð til að hindra hagræðingu í íþróttakeppnum og spillingu í íþróttum á alþjóðavísu. Samtökin eru helsti vettvangurinn fyrir alla hagsmunaaðila til þess að skiptast á hugmyndum og samræma aðgerðir.
Nánar ...
23.02.2017

Verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins frestað

Þar sem Veðurstofa Íslands spáir vonsku veðri á morgun föstudag hefur verið ákveðið að fresta verðlaunaafhendingunni í Lífshlaupinu 2017 fram til mánudagsins 27. febrúar. Verðlaunaafhending Lífshlaupsins fer þar með fram mánudaginn 27. febrúar kl. 12:10 í sal KSÍ við Laugardalsvöll. Bjóðum við alla hjartanlega velkomna og hlökkum til að sjá sem flesta. Endilega sendið okkur póst á lifshlaupid@isi.is ef að þið sjáið ykkur fært að mæta.
Nánar ...
23.02.2017

Kristján Jónatansson sæmdur Gullmerki ÍSÍ

Kristján Jónatansson sæmdur Gullmerki ÍSÍÁrsþing Ungmennasambands Kjalarnesþings fór fram í Kórnum í Kópavogi í gær, 22. febrúar. Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður sambandsins en eftirtaldir voru kjörnir í stjórn sambandsins: Guðmundur Sigurbergsson, Breiðabliki, Magnús Gíslason, HK, Lárus B. Lárusson, Gróttu og Margrét Björnsdóttir, Ými.
Nánar ...
23.02.2017

Nám á netinu

Nám á netinuVefsíðan „Lærdómsgátt íþróttamannsins“ er ætluð Ólympíuförum, afreksíþróttafólki og þjálfurum þeirra. Vefsíðan býður upp á fjöldan allan af námskeiðum, en markmiðið er að aðstoða íþróttafólk við að móta framtíð sína.
Nánar ...
21.02.2017

Fyrirlestur Ron Maughan á Vimeo

Fyrirlestur Ron Maughan á VimeoÞann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Dr. Ron Maughan var einn af þeim fyrirlesurum sem flutti erindi á ráðstefnunni. Hér má sjá fyrirlesturinn:
Nánar ...
21.02.2017

Efnisveita ÍSÍ

Efnisveita ÍSÍÍ efnisveitu ÍSÍ má finna öll helstu gögn sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur gefið út. Má meðal annars nefna Lög, reglugerðir og stefnur, tölfræði, upplýsingar um verkefnið Fyrirmyndarfélag, eyðublöð og fræðslubæklinga.
Nánar ...
20.02.2017

Lífshlaupsstemmning í Oddeyrarskóla

Lífshlaupsstemmning í OddeyrarskólaLífshlaupið er nú í fullum gangi. Mikil stemmning hefur verið í Oddeyrarskóla vegna Lífshlaupsins, jafnt hjá nemendum sem starfsliði skólans. Þess ber glöggt merki í allri tölfræði hjá keppendum í skólanum en 195 nemendur skólans hafa hreyft sig í yfir 220 þúsund mínútur á 1749 hreyfingadögum. Starfsliðið hefur einnig tekið vel á því og 45 starfsmenn hafa hreyft sig í yfir 41 þúsund mínútur á 530 hreyfingadögum og hafa enn tæpa viku til að bæta um betur.
Nánar ...
17.02.2017

Dr. Ron Maughan í Kastljósi

Dr. Ron Maughan í KastljósiÞann 26. janúar fór fram ráðstefna um lyfjamál og fæðubótarefni í Háskólanum í Reykjavík. Ron fór við tilefnið í viðtal í Kastljósi, þar sem hann ræddi um fæðubótarefni. Hann segir að það sé engin almenn skilgreining til á því hvað er fæðubótarefni og hvað ekki, en að það eitt sé víst að gæðaeftirliti með fæðubótarefnum sé ábótavant.
Nánar ...