Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Lífshlaupsstemmning í Oddeyrarskóla

20.02.2017

 

Lífshlaupið er nú í fullum gangi. Mikil stemmning hefur verið í Oddeyrarskóla vegna Lífshlaupsins, jafnt hjá nemendum sem starfsliði skólans. Þess ber glöggt merki í allri tölfræði hjá keppendum í skólanum en 195 nemendur skólans hafa hreyft sig í yfir 220 þúsund mínútur á 1749 hreyfingadögum. Starfsliðið hefur einnig tekið vel á því og 45 starfsmenn hafa hreyft sig í yfir 41 þúsund mínútur á 530 hreyfingadögum og hafa enn tæpa viku til að bæta um betur.

 

 

Nánari upplýsingar um Lífshlaupið má finna hér á vefsíðu Lífshlaupsins.