Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

9

27.09.2017

Íþróttavika Evrópu í fullum gangi

Íþróttavika Evrópu í fullum gangiÞann 23. september hófst Íþróttavika Evrópu (European Week of Sports) og stendur hún yfir til 30. september. Þetta er í annað sinn sem Íþróttavikan er haldin á Íslandi en hún var fyrst haldin árið 2015.
Nánar ...
26.09.2017

Hjólum í skólann í september

Hjólum í skólann í septemberÍSÍ stendur fyrir hvatningarverkefninu Hjólum í skólann 2017 þar sem framhaldsskólanemendur og starfsfólk framhaldsskólanna er hvatt til að nota virkan ferðamáta til að ferðast til og frá skóla. Verkefnið er í fullum gangi nú í september.
Nánar ...
26.09.2017

Göngum í skólann í Vestmannaeyjum og Húsaskóla

Göngum í skólann í Vestmannaeyjum og Húsaskóla​Verkefnið Göngum í skólann hófst 6. september og lýkur 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Nánar ...
25.09.2017

Hreint íþróttafólk fær verðlaunin sín afhent

Hreint íþróttafólk fær verðlaunin sín afhentÁ nýloknu heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum í London fengu sextán íþróttamenn loksins afhend þau verðlaun sem þeir unnu til, en Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur reynt að bæta íþróttafólkinu upp fyrir svindlið gegn þeim með því að afhenda þeim verðlaun sín á stórum viðburðum með viðhöfn.
Nánar ...
22.09.2017

Íþróttavika Evrópu hefst á morgun

Íþróttavikan verður formlega ræst með Hjartadagshlaupinu á morgun laugardag kl. 10:00 en hlaupið er frá Kópavogsvelli. Ekkert þátttökugjald er í hlaupið og í boði er að hlaupa 5 km og 10 km. Keppt er í þremur aldursflokkum í karla- og kvennaflokki. Hlaupið er haldið í tilefni af hinum alþjóðlega hjartadegi sem haldinn er á heimsvísu þann 29. september ár hvert.
Nánar ...
21.09.2017

Verðlaunapeningar PyeongChang 2018

Verðlaunapeningar PyeongChang 2018XXIII Vetrarólympíuleikarnir fara fram í PyeongChang í Suður- Kóreu 9. - 25. febrúar 2018. Verðlaunapeningarnir, sem afhentir verða því íþróttafólki sem kemst á verðlaunapall á leikunum, voru kynntir á dögunum á hátíð sem haldin var í Seoul við tilefnið.
Nánar ...
18.09.2017

Hjólum í skólann - Evrópsk samgönguvika

Hjólum í skólann - Evrópsk samgönguvikaUm helgina hófst Evrópsk samgönguvika 2017 og stendur hún frá 16. til 22. september ár hvert. Vikan er samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur en evrópskur vefur átaksins er mobilityweek.eu.
Nánar ...
15.09.2017

Íþróttavika Evrópu 23. - 30. september

Í dag er ein vika þar til Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin víðsvegar um álfuna, vikuna 23. – 30. september nk. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Nánar ...