Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

01.02.2016

Úthlutun úr Íþróttasjóði ríkisins

Búið er að úthluta styrkjum úr Íþróttasjóði ríkisins. Íþróttanefnd ríkisins bárust alls 132 umsóknir að fjárhæð rúmlega 149 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2016. Alls voru 84 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að fjárhæð um 79 m. kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 37 að fjárhæð um 41 m. kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 11 að fjárhæð um 29 m. kr.
Nánar ...
01.02.2016

9. Reykjavíkurleikunum lokið

9. Reykjavíkurleikunum lokiðReykjavíkurleikunum - RIG lauk í gærkvöldi með hátíð í Laugardalshöll en þeir voru nú haldnir í 9.sinn. Rúmlega 500 erlendir gestir frá 39 löndum komu til landsins vegna leikanna og um 2.000 íslenskir íþróttamenn tóku þátt.
Nánar ...
28.01.2016

Verðlaunapeningar Vetrarólympíuleika ungmenna

Verðlaunapeningar Vetrarólympíuleika ungmennaÞað er líklega draumur flestra þátttakenda á Vetrarólympíuleikum ungmenna, sem settir verða í Lillehammer í Noregi 12. febrúar næstkomandi, að vinna til verðlauna á leikunum. Nú hafa verðlaunapeningar leikanna verið kynntir en A-hlið þeirra er hönnuð af Ciprian Burzo, 20 ára, frá Rómaníu.
Nánar ...
28.01.2016

ÍSÍ 104 ára

Í dag, 28. janúar 2016, er Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands 104 ára. Stofnfundur sambandsins var haldinn í Bárubúð 28. janúar 1912 en aðal hvatamaðurinn að stofnun sambandsins var Sigurjón Pétursson frá Álafossi.
Nánar ...
26.01.2016

Kynning á uppbyggingu og rekstri sænskra skíðasvæða

Vetraríþróttamiðstöð Íslands hefur fengið sænska skíðafrömuðinn Hans Gerremo til landsins til að kynna uppbyggingu og rekstur sænskra skíðasvæða. Hann mun segja frá rekstrarfyrirkomulagi, samvinnu íþróttafélaga við skíðasvæðin, verðlagi og hvernig hann sér framtíð skíðasvæða í dag.
Nánar ...
22.01.2016

Ráðstefna Reykjavíkurleikanna

Ráðstefna ReykjavíkurleikannaHin árlega ráðstefna Reykjavíkurleikanna fór fram í gær í Háskólanum í Reykjavík og var hún ágætlega sótt. Fyrirlesarar komu víða að, frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Bretlandi, Frakklandi og svo Íslandi. Megin þema ráðstefnunnar var styrktarþjálfun og voru fyrirlesarar sammála um að mikilvægt sé að sinna henni allan íþróttaferilinn, ekki eingöngu hjá afreksfólki.
Nánar ...
22.01.2016

Ólöf María Íþróttamaður UMSE 2015

Ólöf María Íþróttamaður UMSE 2015Kjöri Íþróttamanns UMSE 2015 var lýst í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit 14. janúar síðastliðinn. Ólöf María Einarsdóttir kylfingur var kjörin og er þetta í annað árið í röð sem hún hlýtur titilinn.
Nánar ...
20.01.2016

Ráðstefna Reykjavíkurleikanna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttabandalag Reykjavíkur standa fyrir ráðstefnu um afreksíþróttir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. Ráðstefnan verður haldin í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 21. janúar kl.17-21. Miði á ráðstefnuna kostar 3.500 krónur og er léttur kvöldverður innifalinn í verðinu.
Nánar ...
19.01.2016

Stofnfundur Vestra

Stofnfundur Vestra70 manns mættu á stofnfund íþróttafélagsins Vestra sem haldinn var á laugardag. Með stofnun Vestra sameinast Boltafélag Ísafjarðar, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, Sundfélagið Vestri og Blakfélagið Skellur í eitt stór fjölgreinafélag.
Nánar ...
19.01.2016

Ólympíuleikar í Ríó eftir 200 daga

Ólympíuleikar í Ríó eftir 200 dagaSumarólympíuleikarnir 2016 verða settir þann 5. ágúst nk. í Ríó de Janeiro í Brasilíu. Í gær, mánudaginn 18. janúar, voru 200 dagar í að setningarhátíðin fari fram á Maracana vellinum í Ríó.
Nánar ...
15.01.2016

Vetrarólympíuleikar ungmenna - Lillehammer 2016

Þann 12. febrúar nk. verða aðrir Vetrarólympíuleikar ungmenna formlega settir í Lillehammer í Noregi. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest tilnefningu SKÍ um keppendur á leikunum sem og endanlegan hóp þátttakenda á leikunum.
Nánar ...